Héraðsmót HSK 2009 verður haldið í Þorlákshöfn laugardaginn 14. nóvember. Á því móti er keppt í einliðaleik í öllum flokkum frá u-11 og upp í +40.

Unglingamót HSK 2009 verður svo haldið í Hveragerði sunnudaginn 29. nóvember. Þar er keppt í einliðaleik í öllum flokkum frá u-11 og upp í u-19.
Nánari upplýsingar um mótin, fá börnin hjá Sigurði Blöndal á æfingu þegar nær dregur.
 
Skrá yfir þau mót sem við stefnum að í vetur er í burðarliðnum og verður birt von bráðar.