Endurskoðaður þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Íþróttaélagsins Hamars var undirritaður í mars 2013 og nær sá samningur til þriggja ára. Samningi þeim var ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og Íþróttafélagsins og tryggja öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í Hveragerðisbæ.

Áhersla var lögð á mikilvægi þess öfluga starfs sem fer fram innan Íþróttafélagsins Hamars fyrir samfélagið í heild. Til þess að félagið geti ræktað hlutverk sitt styrkir Hveragerðisbær félagið árlega með beinum og óbeinum fjárframlögum auk þess sem félagið tekur að sér fyrir Hveragerðisbæ tiltekin afmörkuð verkefni gegn greiðslu.

Innan Íþróttafélagsins Hamars og í einstökum deildum er unnið öflugt sjálfboðaliðsstarf og framlag sjálfboðaliða ómetanlegt fyrir félagið, einstakar deildir og samfélagið allt. Vegna umfangsmikils starfs á vegum félagsins og einstakra deilda er nauðsynlegt fyrir félagið að fá rekstrarstyrk vegna rekstrar félagsins og deilda. Ráðstöfun rekstrarstyrkja er í höndum aðalstjórnar félagsins.

Hafa samningar Hamars og Hveragerðisbæjar síðan verið undirritaðir og uppfærðir, ár frá ári og nær nýjasti samningur bæjarins og íþróttafélagsins út árið 2018.

― ― ―

Smelltu hér til að skoða nánar þjónustusamning fyrir tímabilið 2016-2018.

Smelltu hér til að skoða nánar þjónustusamning fyrir tímabilið 2013-2015.

Smelltu hér til að skoða nánar þjónustusamning fyrir tímabilið 2010-2012.