sverrirgeir  Sverrir Geir Ingibjartsson er íþróttamaður Skokkhóps Hamars 2014.

Sverrir Geir hefur verið Göngustjóri Skokkhóps undanfarin ár þar sem þessi drengur, hvers manns hugljúfi, þekkir flest fjöll og tinda á suðvesturhorni Íslands og víðar og einstaklega þægilegur æfingar og hlaupafélagi.

Hann er fótfrár og lipur í sportinu og hefur leitt hópinn okkar í mörgum æfingum og keppnishlaupum með hógværð og glaðværð sem sitt helsta einkenni. Sverrir Geir hefur verið með sitt æfingarplan á hreinu og stigið upp sem okkar besti hlaupari þar sem á síðasta ári var hans allra besta hingað til og drengurinn virðist ætla að bæta sig áfram eftir því sem árin líða.

Sverrir Geir tók þátt í Snæfellsjökulshlaupinu, júní 2014 sem er Arnarstapi – Ólafsvík, um 22 km leið. Tíminn 2:02:30 dugði til 15.sætis í +40 ára og 30. sæti af rúmlega 120 þátttakendum í heildina.  Sverrir toppaði sig á heimavelli í Hengislhlaupinu í júlí þar sem hann hljóp 50 km leiðina á 6 tímum og 25 mínútum rúmum (6:25:58) og skilaði það 2.sætinu í þeirri vegalengd og fremstur meðal okkar hlaupara í því hlaupi.

Fleiri hlaup urðu á vegi kappans síðasta ár. Hann hefur verið sérstaklega duglegur að æfa undanfarin ár sem skilaði honum þessu fína hlaupaformi 2014.   Til að undirstrika gott hlaupaár bætti Sverrir sitt persónulega met í 10 km Powerade Vetrarhlaupi í október sl. á tímanum 44:05      Sverrir Geir er búinn að setja viðmiðið fyrir þetta hlaupaár en nú á að hlaupa Laugarveginn, 55 km leið frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og verður gaman að fylgjast með honum þar.

Jón Gísli Guðlaugsson er íþróttamaður Skokkhóps Hamars árið 2013

Jónsi eins og Jónsi á Laugarveginumhann er nefndur í daglegu tali er vel að nafnbótinni kominn, léttur á fæti og léttur í lund, en hann er einugnis búinn að hlaupa með Skokkhóp Hamars í um 2 ár í dag. Jón Gísli hljóp ma. sitt fysta maraþon á síðsta haust í Munchen á 3 tímum og 35 mínútum. Auk þess fór hann Laugarvegshlaupið júlí á rétt um 6 tímum og 22 mínútum þá 55 km fjallaleið og skilaði það honum í 55.sæti af tæpum 300 k
eppendum.

Tími Jónsa í Brúarhlaupinu í haust í ½ Maraþoni er eftirtektarverður,  1:30:37 og skilaði honum á verðlaunapall í heildarúrslitum, 3. sætið. Það var þó enginn sem átti í hann úr hans aldursflokki (40-49 ára) þar sem hann var fyrstur. Þessi tími í Brúarhlaupinu skipar honum í hóp meðal 50 bestu karlhlaupara í ½ Maraþoni á landinu 2013.   Jón Gísli hljóp nokkur fleiri keppnishlaup á árinu og æfði vel og er vel að nafnbótinni kominn.

liney pals  Líney Pálsdóttir er Íþróttamaður Skokkhóps Hamars árið 2012

Líney Pálsdóttir (f.89) hefur æft og keppt á vegum Hamars í á 2. ár og strax ljóst að hér fer mikil keppnismanneskja með góðan grunn til frábærra afreka á hlaupabautinni. Liney varð í 1.sæti í Þorvaldsskokki í sumar á tímanum  2:32:18 sem er utanvegahlaup í hlauparöð 66°N. Hún varð í 3ja sæti í Hamarshlaupi 66°N hlauparöðinni einnig á tímanum 2:15:08. Þetta er frábær árangur þar sem hún hefur frekar æft og keppt með styttri hlaup í huga.

Líney varð í 2.sæti kvenna í Flóahlaupi UMF.Samhygðar í vor. 10 km hljóp hún á 45:51 (10 km) en hún hefur keppti í nokkrum 10 km hlaupum á árinu (Reykjavíkurmaraþon/Brúarhlaup/Vestmannaeyjar) og verið á mjög jöfnum tíma í öllum tilfellum svo ekki hefur munað nema um 30-40 sekundum á hennar besta og lakasta tíma í 10 km keppnishlaupum í ár.

Líney sínir góða fyrirmynd og mikinn áhuga og elju í íþróttinni og er vel að valinu komin.

 

IMG_1287-1944  Sigríður E. Sigmundsdóttir er Íþróttamaður Skokkhóps Hamars árið 2011

Sigríður eða Lísa eins og hún er kölluð var framúrskarandi dugleg við æfingar nánast allt árið 2011 og stefndi allan tíman frá byrjun árs, á að hlaupa heilt maraþon á Ítalíu á undir 4 tímum.  Lísa keppti í 4  hálf-maraþonhlaupum á árinu og bætti tíma sinn í þeirri vegalend um tæpar 5 mínútur og sigraði meðal annars kvennaflokk í  ½ Mývatnsmaraþoni.

  • 30/4. hljóp hún ½ Vormaraþon á 1:58:02
  • 28/5. hljóp hún ½ Mývatnsmaraþon á 2:00:14
  • 3/9. hljóp hún ½  maraþon í Brúarhlaupinu á 1:54:18
  • 10/9. hljóp hún ½ maraþon í Vestmannaeyjum á 1:53:34
  • 9/10. hljóp Lísa svo 42,2 km á 3:58:00 í Moderna á Ítalíu og þar með langþráðu markmiði náð.

Þess utan að keppa í hlaupum hefur Sigríður verið með í að efla þann anda og æfingarsókn sem einkennt hefur Skokkhóp Hamars og unnið sjálfboðavinnu við Hamarsklaupið, Þríþrautarkeppni svo eitthvað sé nefnt.

 

Aðalheiður hlaupari ársins 2010-1944  Aðalheiður Ásgeirsdóttir er Íþróttamaður Skokkhóps Hamars árið 2010

Aðalheiður eða Lalla byrjaði á æfingum með okkur í September 2009 og hefur tekið stórstígum framförum síðan. Hún hefur stundað sín hlaup af kostgæfni og gleði og tók þátt í mörgum hlaupum á árinu 2010. Meðal annars vann hún til verðlauna í sínum aldursflokki í 10 km Flóahlaupi UMF. Samhygðar, sl. vor, þar sem hún varð í 2.sæti. Ekki minnkaði hún æfingarnar eftir þetta og síðastliðið sumar tók hún þátt í og kláraði Bláskógarskokki HSK sem er 16,1 km, fór Laugarvegshlaupið þann 17. Júlí á rúmum 8 tímum en það er 55 km langt.  Í Reykjavíkurmaraþoni (í ágúst) hljóp hún 10 km og í september sl. hljóp hún hálft maraþon, í Brúarhlaupinu, í fyrsta skipti á frábærum tíma eða 1:57:53, náði 2 sæti þar í sínum aldurflokk og var félaginu góður vitnisburður! Í haust hefur hún haldið ótrauð áfram og keppt í nokkrum 10 km hlaupum. Hún hefur bætt sig mikið undanfarið ár og til að mynda hefur tími hennar í 10 km hlaupi batnað um nærri 8 mínútur og á hún best 51:34 frá því í ágúst sl.