Hengill-Ultra – trail run. 24, 50 og 81 km

Hengill-Ultra hlaup Hamars var haldið í fyrsta sinn árið 2012 og tóku þá 6 hlauparar þátt og fóru allir þá 81 km sem var lagt upp með, frá Hveragerði yfir Hengilssvæði, Reykjadal, Gufudal um Álút og yfir í Grímsnes. Sigurvegari í fyrsta hlaupinu var Þorlákur Jónsson á rúmum 10 1/2 tíma.

Árið 2013 var boðið upp á tvær vegalengdir eða 50 km og 50 mílur (81km) og ekki var þátttakan til að kvarta yfir en alls tóku þátt 14 hlauparar þetta árið, þar af einn erlendur þátttakandi.

2014 verður hlaupið þann 26.júlí og að þessu sinni verða vegalengdirnar 3 þar sem Hamarshlaup 66°N verður á sama degi svo úr verður stór-hlaupa dagur fyrir utanvegahlaupara.  Vegalendirnar verða því 3, það er 24 km. 50 km og 50 mílur.

Sérstök síða með öllum upplýsingum  um hlaupið er á www.hengill-ultra.is svo sem myndir, kort og lýsing af hlaupaleiðum sem og úrslitum fyrri ára.

Skráning er gegnum www.hlaup.is

Myndasöfn úr hlaupunum  hér.

 

Hamarshlaup 66°N

Í samvinnu við 66°N Hlauparöðina hefur Skokkhópur Hamars haldið Hamarshlaupið frá því 2012 og heppnast vel og fengið sinn sess í utanvegahlaupum hérlendis. Eins og fram kemur hér að ofna verður Hamars hlaupið haldið þann 26.júlí 2014 með Hengill-Ultra hlaupinu en öll skráning er í gegnum www.hlaup.is

Fyrri úrslit og myndir frá þessu hlaupi er að finna hér á undirsíðum.