Það er alveg öruggt í hópíþróttum að ef lið nær upp samheldni og baráttu í sínum hóp þá er alltaf meiri líkur en minni á jákvæðum úrslitum (speki dagsins).  Fyrir tæpum tveimur mánuðum spilaði Hamar við KR í vesturbæ Reykjavíkur og tapaði með rétt tæplega fimmtíu stiga mun, úrslit sem enginn vildi muna eftir og því spurning af hverju greinahöfundur er að rifja þau upp. Jú í gær mættu stelpurnar í Hamri aftur í vesturbæinn með allt annað hugarfar og sóttu stigin tvö sem í boði voru, það var áberandi í þessum leik að liðsheildinn var fyrir öllu burðarliðar í stigaskorun undanfarinna leikja voru ekki alveg að setja stig á töfluna en í staðin steig allt liðið upp og spilaði flottan varnarleik þar sem allar voru á sömu blaðsíðu og lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Það er jú gömul saga og ný að til að vinna í boltaleik þá þarftu að skora meira en hitt liðið og ef sóknin er eitthvað að hiksta þá er það varnarleikurinn sem gildir til að vinna og það sýndu stelpurnar okkar sannarlega á móti KR. Frábær sigur og nú eru komnir þrír sigurleikir í röð og nánast hægt að segja að Hamarsstúlkur séu lausar við falldrauginn og geti einbeitt sér að því að hafa gaman af því að spila og halda áfram að styrkja þá liðsheild sem virðist vera að myndast hjá kvennaliði okkar Hvergerðinga, áfram Hamar J

Tölfræði einstakra leikmanna

Kristrún Rut Antonsdóttir            2 stig / 1 frákast

Þórunn Bjarnadóttir                      3 stig / 3 fráköst / 3 stoðsendingar

Salbjörg (Dalla) R Sævarsd          12 stig / 8 fráköst / 1 stoðsendingar

Sóley Guðgeirsdóttir                     5 stig / 7 fráköst / 4 varinn skot

Heiða B. Valdimarsdóttir              4 stig / 6 fráköst

Sydnei Moss                                     24 stig / 5 fráköst / 2 varinn skot

Hafdís Ellertsdóttir                         8 stig / 6 fráköst

Strákarnir okkar í 7. Flokk fara vel af stað á þriðju helgi íslandsmótsins, mótið er haldið í Hamarshöllinni bæði laugardag og sunnudag og hafa okkar menn farið vel af stað með sigrum á Grindavík og Stjörnunni. Strákarnir eru að keppa í b – riðli sem er annar sterkasti riðill í þeirra aldurhópi og því gríðarlega gaman fyrir strákna að byrja svona vel á heimavelli. Á morgun (sunnudaginn 8. Feb) eru strákarnir svo að spila seinni tvo leikina sína og þá ræðst hvar þeir enda í b – riðlinum.

Meistaraflokkur Hamars spilaði sinn annann leik á undirbúningstímabilinu á Selfossvelli í gær. Spilað var við KFR og var þetta leikur í sunnlenska.is mótinu. KFR leikur í 3. deild, Hamar mun leika í 4.deild.

Í byrjun einkenndist leikurinn af löngum sendingum og miklum barningi. Hamarsmenn áttu erfitt með að halda boltanum innann liðsins, um miðjan fyrri hálfleik komust KFR yfir með góðu marki. Hamar fengu gott færi í fyrri hálfleik til að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki. Langar sendingar og hraðir leikmenn KFR héldu áfram að valda Hamarsmönnum usla og náðu KFR að bæta öðru marki við fyrir hálfleik. Staðan var 0-2 í hálfleik. Í seinni hálfleik náðu Hamarsmenn að halda boltanum mun betur innann liðsins og voru þéttir fyrir í varnarlega. Hamar fengu nokkur ágætis færi til að laga stöðuna en eins og áður vildi boltinn ekki fara inn. KFR fengu líka sín færi en markalaust var í seinni hálfleik. Leikurinn endaði 0-2 fyrir KFR. Seinni hálfleikur var mun betur leikinn af hálfu Hamarsmanna og eru greinilega framfarir síðan úr síðasta leik. Það fengu allir 19 leikmenn liðsins tækifæri á að spreyta sig í leiknum.

Gaman er að segja frá því að það mættu 24 leikmenn á æfingu fyrir leikinn og voru þar að auki nokkrir fjarverandi að sökum meiðsla. Hópurinn hjá meistaraflokki er því orðinn stór og eru nánast allir Hvergerðingar! Æft er þrisvar í viku í Hamarshöllinni auk þess sem leikmenn mæta í Laugasport og æfa þar af krafti. Það verður gaman að fylgjast með strákunum í framhaldinu og er mikil stemmning innann hópsins.

Næsti leikur Hamarsmanna verður 15. Febrúar gegn Árborg í sunnlenska.is mótinu.