Í maí 2025, var haldið ungmennaþing á vegum KSÍ.
Í kjölfarið var stofnað ungmennaráð og við í Hamri svo heppin að eiga tvo aðila í því ráði. Það eru þær Rakel Dalía Þráinsdóttir og Hera fönn Lárusdóttir. Þær æfa báðar með 3.flokki Hamars ásamt því að vera að þjálfa í yngri flokkum.
Í ungmennaráðinu eru 17 ungmenni af öllu landinu og hittast þau í hverjum mánuði. Þar er markvisst unnið með margvísleg málefni sem á þeim brenna og eru þau með starfsmann sem aðstoða þau við ýmislega vinnu. Á hverjum fundi eru tekin fyrir ákveðin málefni ásamt því að þau fá fyrirlestra allstaðar að. Þessi vettvangur er frábær þar sem þau fá tækifæri til að tengjast öðrum ungmennum um allt land, búa til vináttu, æfa sig í framsetningu og verkefnavinnu.
Núna nýverið hafa þau verið að leggja fyrir ungmenna könnun þar sem verið er að skoða hegðun foreldra í leikjum. Eins hafa þau einnig fjallað um brotfall ungmenna úr knattspyrnu og hlutfall kynja. Niðurstöðurnar verða síðan rædd á næst ungmennaþingi þar sem saman koma fjöldi ungmenna af öllu landinu. Þessi vitneskja mun síðan nýtast öllum og því mikilvægt að við í Hamri eigum okkar talsmenn á svona góðum vettvangi.


