Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

NÝTT ÁR – NÝ ÁSKORUN

HLAUPANÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR
Skokkhópur Hamars stendur fyrir 12 vikna hlaupanámskeiði fyrir þá sem vilja byrja að hlaupa. Æfingar verða tvisvar í viku mánudaga og miðvikudaga kl 17.30. Fyrsta æfing verður miðvikudaginn 21. janúar kl 17.30 og hlaupið er frá Laugaskarði (sundlauginni). Hinn margrómaði Pétur Frantzson mun sjá um þjálfun. Einnig mun Lísa vera honum innan handar. Við lok námskeiðs er markmið sett á þátttöku í Flóahlaupinu 5 km sem verður þann 11. apríl.