Hér að neðan er að finna form sem notað skal þegar sótt er um styrki til aðalstjórnar Íþróttafélagsins Hamars. Vinsamlegast fyllið þetta út samviskusamlega með ítarlegum upplýsingum.

Þegar smellt er á “Senda umsókn” sendist umsóknin á aðalstjórn Hamars.

 


Verklagsreglur við úthlutun

Meistaraflokkssjóður

Aðalstjórn metur hverja umsókn.

Tækjasjóður

Hægt er að sækja um styrk úr tækjasjóði fyrir allt að 60% af kaupverði tækja.

Með umsókn um úthlutun úr tækjasjóði þarf að fylgja ljósrit af reikningum/kvittunum.

Ferðasjóður

Hægt er að sækja um styrk úr ferðasjóði fyrir allt að 40% af ferðakostnaði þó að

hámarki 50.000 kr fyrir ferðalög lengri en 200 km (eða til Vestmannaeyja).

Hægt er að sækja um styrk vegna kostnaðar vegna æfinga sem þarf að sækja fyrir utan

Hveragerði vegna aðstöðuleysis.

Með umsókn um úthlutun úr ferðasjóði þarf að fylgja ljósrit af reikningum/kvittunum.


Aðalstjórn vegur og metur hvort styrkbeiðni er réttmæt og sér til þess að dreifing á fjármunum sé sanngjörn milli deilda.