Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Góður árangur í Óðinsvéum

Fyrsta keppnishlaupið að baki hjá Hilmi Guðlaugs , 1/2 maraþon í HC Andersen Marathon í Óðinsvéum. Með í för voru þau Valdimar og Sigrún sem runnu heilt maraþon af miklum móð, kannski aðeins of miklum en öll komust þau í mark og náðu sínum settu markmiðum og það þrátt fyrir um 19 stiga hita.

Hilmir hljóp eftir að hafa tekið áskorun frá Valda fyrir fyrir tæpum 3. mánuðum og ætlaði að vera undir 2 tímum og það gekk eftir,  1:59:16 og námsmaðurinn ekki lengi að jafna sig, enda löngu búinn að aðlagast dönsku loftslagi.

Valdimar ætlaði að fara sem næst 3:45 í heilu og það stóðst heldur betur upp á sekúndu 3:45:00 og setur pressu á Munchen-fara með þessum tíma.

Sigrún er svo keppnismanneskja ársins og ætlaði sér undir 4 tímum sem og hún gerði svo eftirminnilega (3:59:19) og fékk óskerta athygli nærstaddra eftir að komið var í mark, enda alveg búin og hvíldist aðeins í sjúkratjaldinu á eftir.  Allt fór þó vel en Sigrún ætlar sér í smá hlaupahvíld núna…. nokkra daga allavega.