Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Góður árangur í Brúarhlaupinu.

Brúarhlaup2013

Glaður hópur Hamars-hlaupara eftir hlaup.

Það var fríður hópur sem tók þátt fyrir hönd Hamars í Brúarhlaupinu í ár og ekki verra að það voru eldfljótir hlauparar með í för og hrepptu 2 þeirra verðlaun.  Jón Gísli Guðlaugsson, eða Jónsi, setti  Hveragerðis met í 1/2 maraþoni er hann hljóp á 1:30:37 og varð 3 yfir heildina, stórglæsilegt hjá honum.  Lalla er að verða manna duglegust að komast á verðlaunapall en hún varð í 3 sæti í sínum aldurflokki í 10 km hlaupinu. Flestir voru að bæta sig frá okkur, utan kannski “gamli” en gleðin var ósvikin eins og alltaf hjá okkar fólki. Myndir frá hlaupinu inn á fésbókarsíðunni okkar.