Æfingar verða þrisvar í viku á tímabilinu 18.05.2016 –  13.06.2016. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd ´03-´00 sem áhuga hafa á að bæta sig í körfuknattleik og verða æfingarnar sem mest miðaðar við einstaklinga og tækniþjálfun. Æfingar verða á mánudögum – miðvikudögum og fimmtudögum og hefjast alltaf kl 17.00 og standa í eina og hálfa klst.

Æfingagjald er 4000kr á barn og greiðist á staðnum.

Þjálfari á námskeiðinu er Daði Steinn og er hægt að frá frekai upplýsingar í síma 6901706

Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur verið valin í 16 manna landsliðshóp drengja fæddir 2000 í körfuknattleik. Þetta eru frábærar fréttir fyrir körfuboltan í Hveragerði og sínir hvaða árangri er hægt að ná með dugnaði og elju, Björn Ásgeir er þarna að uppskera árangur þess að hafa verið einstaklega duglegur að æfa undanfarinn ár bæði með liðsfélögum og með miklum aukaæfing. Til hamingju Björn Ásgeir og körfuknattleiksdeild Hamars.

Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur þegið boð Niagara University um að spila með körfuknattleiksliði skólans næstu þrjú árin. Dagný Lísa verður á fullum skólastyrk við skólan sem spilar í fyrstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum og er eftir því sem við vitum best fyrsti leikmaður Hamars sem hefur fengið þennan styrk. Íþróttafélagið Hamar fagnar og samgleðs með Dagný Lísu að hafa náð þessum árangri og bendir um leið ungum iðkenndum á hvað hægt er að gera með elju og dugnaði eins og hún hefur sýnt allan sinn feril. Til Hamingju Dagný Lísa með frábæran árangur.

Það er óhætt að segja að strákarnir í 8. og 9. flokki karla hafi verið í smá basli í vetur, eftir að hafa spilað virkilega vel á síðasta tímabili er eins og liðið hafi engan vegin fundið taktin. Það er að segja þar til í febrúarmánuði, þvi í febrúarmánuði hafa þessir strákar spilað eina umferði í áttunda flokki og eina umferð í níunda flokki. Til að gera langa sögu stutta þá hafa strákarnir unnið alla sína leiki í febrúar og fóru því bæði áttundi og níundi flokkur upp um riðil. Sannarlega flottur árangur og loks eins og þeir séu farnir að spila af sömu getu og þeir voru að gera eftir áramót á síðasta tímabili. Vonandi er þetta bara byrjunin á góðum kafla hjá strákunum því þeir hafa svo sannarlega getu og hæfileika til að spila á meðal bestu liða landsins.

  1. flokkur

Hamar – Stjarnan  35:29

Hamar – Fsu  70:28

Hamar – KR  48:34

Hamar – ÍR  59:48

  1. flokkur

Hamar – Breiðablik  38:30

Hamar – Njarðvík  38:26

Hamar – Snæfell  44:42

Hamar – Þór Ak  35:24

Hamarsmenn gerðu góða ferð í kópavoginn í kvöld þegar þeir mættu Blikum. Hamarsmenn byrjuðu leikinn betur en Blikar og leiddu eftir fyrsta leikhluta 16-21. Í öðrum leikhluta lentu strákarnir þó í mótbyr og þurfti Oddur Ólafsson leikstjórnandi liðsins að fara á bekkinn með 4 villur. Hamarsmenn leiddu þó 42-45. Í þriðja leikhluta jókst svo baráttan áfram. Sóknarleikur beggja liða fór í gang og minna var um varnir. Blikar unnu leikhlutann 34-29 og voru því komnir í forystu 76-74. Í síðasta leikhluta reyndi mikið á taugarnar hjá leikmönnum og þar voru þær sterkari hjá Hamri sem fór með 1 stigs sigur 90-91. En er því möguleiki á sæti í Úrslitakeppninni en næsti leikur er eftir viku gegn topp liði Þórs frá Akureyri. Þar er mikilvægt að fólk sýni stuðning og mæti.

Hér að neðan er tölfræði úr leiknum

Samuel Prescott 28 stig 11 fráköst 5 stoð

Sigurður Hafþórsson 22 stig  4 af 7 í þriggja

Þorsteinn Gunnlaugsson 17 stig 11 fráköst og 7 stoðsendingar

Snorri Þorvaldsson 17 stig 3 stolnir

Oddur Ólafsson 7 stig 7 fráköst 5 stoðsendingar

Bjartmar Halldórsson 2 fráköst 5 stoðsendingar 1 stolin

Hamar og Valur eigast við á föstudaginn næstkomandi í Frystikistunni kl 19:15. Hamarsmenn þurfa allan þann stuðning sem í boði er til að ná í sæti í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

Árlega veitir íþrótta og æskulýðsnefnd í Hveragerði þeim einstaklingum sem búsettir eru í Hveragerði og hafa náð góðum árangri í sínum íþróttagreinum viðurkenningu. Val þetta er jafnan kunngert á milli jóla og nýárs og að þessu sinni voru tveir einstaklingar sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í körfuknatteik. Dagný Lísa Davíðsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur með yngri landsliðum íslands árið 2015. Einnig fékk Ragnar Nathanelsson viðukenningu fyrir góðan árangur með A landsliði íslands á Evrópumótinu nú í haust, í lokinn var svo tilkynnt hver hefði hlotið viðukenningu sem íþróttamaður Hveragerði árið 2015 og körfuknattleiksfólki til mikillar gleði var Ragnar valinn íþróttamaður Hveragerðis að þessu sinni. Körfuknattleiksdeild Hamars óskar þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með þessar viðurkenningar.

Hamarsmenn fá Njarðvík í heimsókn í frystikistuna í kvöld kl 19:15. Hjá Úrvalsdeildar liði Njarðvíkinga er valinn maður í hverju rúmi og má þar nefna Landsliðsmennina Hauk Helga og Loga Gunnarsson t.d. og því er ærið verkefni sem bíður Hamarsliðið. Hamarsmenn eru þó staðráðnir í að gefa ekkert eftir og veita Suðurnesjamönnum harða samkeppni um laust sæti í 8 liða úrslitum powerade bikarsins. Ekki missa af þessum leik. Áfram HAMAR.

Nú er desember mánuður genginn í garð og körfuboltinn en í fullu fjöri. Hamarstúlkur taka á móti Val í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld. Síðasti heimaleikur hjá stelpunum endaði með glæsilegum sigri á liði Keflavíkur og nú er komið að Valsstelpum. Ekki láta þennan leik framhjá þér fara. Mættu kl 19:05 og leikurinn sjálfur hefst svo kl 19:15. Áfram Hamar

Benedikt Guðmundsson þjálfari 16. Ára landsliðs körfuknattleikssambands íslands hefur valið 24 manna landsliðsúrtak. Þau ánægjulegu tíðindi komu þar að einn af okkar efnilegri strákum var valin til æfinga og auðvitað vonum við að honum gangi sem best þar og komist alla leið í gegnum niðurskurðinn. Sannarlega glæsilegt hjá þessum unga og bráðefnilega strák, ekki nokkur vafi á að hann á eftir að veita okkur Hvergerðingum margar ánægjustundir í Frystikistunni.

Landsliðshópur U16

Alex Rafn Guðlaugsson · KR
Alfonso Söruson Gomez · KR
Arnar Geir Líndal · Fjölnir
Arnar Smári Bjarnason · Skallagrímur
Arnór Sveinsson · Keflavík
Aron Ingi Hinriksson · Snæfell
Benjamín Þorri Benjamínsson · Þór Þorlákshöfn
Björn Ásgeir Ásgeirsson · Hamar
Brynjar Atli Bragason · Njarðvík
Daníel Bjarki Stefánsson · Fjölnir
Danil Kirjanovski · KR
Einar Gísli Gíslason · ÍR
Elvar Snær Guðjónsson · Keflavík
Guðlaugur Hrafn Kristjánsson · Breiðablik
Hafsteinn Guðnason · Breiðablik
Hermann Gestsson · Haukar
Hilmar Pétursson · Haukar
Hilmar Smári Henningsson · Haukar
Ingvar Hrafn Þorsteinsson · ÍR
Leó Steinn Larsen · Breiðablik
Magnús Þór Guðmundsson · Fjölnir
Sigvaldi Eggertsson · ÍR
Smári Sigurz · Fjölnir
Þorsteinn Breki Eiríksson · Breiðablik

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason