Efsta lið 1.deildar Höttur mætti í Hveragerðis síðastliðinn Sunnudag og spiluðu gegn Hamarsmönnum í hörkuleik. Hattarmenn höfðuð fyrir leikinn aðeins tapað einum leik á leiktíðinni og því var verðugt verkefni framundan hjá Hamarsmönnum.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu Mirko Virijevic 17-9 eftir 7 mín, þá hafði Mirko skorða öll stig Hattar. En Aaron Moss erlendur leikmaður Hattar setti þá 4 stig í röð og breytti stöðunni í 17-13. Hamarsmenn spiluðu þó áfram sín á milli og leiddu 26 -22 eftir fyrsta fjórðung. Hjá gestunum var títt nefndur Mirko með 14 punkta.
Liðin byrjuðu annan leikhlutann á því að skiptast á að skora og voru Mirko (22 stig) og Aaron (15 stig) allt í öllu hjá Hetti en þeir tveir ásamt Viðari (5 stig) voru búnir að skora öll stig Hattar á fyrstu 16 mínútum leiksins. Þá setti Ragnar niður sniðskot og kom þeim yfir 38-44. Aaron bætti síðan við 5 stigum og voru Hattarmenn skyndilega komnir með níu stiga forskot 40-49. Hamarsmenn náðu þó að klóra í bakkann og voru sex stigum undir er leikurinn var hálfnaður.
Gestirnir mættu stemmdari til síðari hálfleiks og juku við forkotið hægt og bítandi. Aaron Moss tók yfir leikinn en Örn Sigurðarson sem hafði verið atkvæðamestur hjá Hamri til þessa, sat mikið á bekknum í villuvandræðum. Chris Woods sá aðalega um stigaskorun heimamanna sem voru undir 66-73 fyrir loka fjórðunginn og Örn kominn með 5 villur.
En í 4.leikhluta mætti til leiks Snorri Þorvaldsson. Snorri opnaði leikhlutann á 3 stiga körfu og var brotið á honum og fékk hann því einnig vítaskot sem hann setti niður 70-73. Hattarmenn svöruðu með 5 stigum til baka en þá tók Snorri sig til og setti annan þrist og víti niður og staðan 74-78 og átta mínútur eftir. Hilmar Pétursson minnkaði svo muninn í tvö stig í næstu sókn 76-78. Næstu mínútur skiptust liðin á að skora og var staðan  82-84 þegar 5 mín voru til leiks loka. Minnstur fór munurinn niður í 1 stig 89-90 þegar tæpar 3 mín voru eftir. Hattarmenn svöruðu hinsvegar með 9-2 kafla  91-99 og kláruðu þar með leikinn. Hamarsmenn gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn aðeins lokastaðann 98-104.

Hamarsmenn sitja því áfram í 5 sætinu eftir tapið, En lið Vestra er komið upp að hlið Hamars, eftir sigur á Selfossi gegn FSu. Hamar og Vestri eigast einmitt við í næsta leik 17.febrúar á Ísafirði, en má segja að það sé úrslitaleikur þar sem liðin hafa unnið hvorn leikinn fyrir sig og eru því hníf jöfn bæði með 7 sigra og 11 töp, 14 stig. Stöðuna má sjá fyrir neðan.

5-6.sæti Hamar 14 stig 7-11/ næstu leikir:Vestri (ú)/Ármann(h)/Valur (ú)/Blikar (h)/Fjölnir (ú)/FSu (h)
5-6.sæti Vestri 14 stig 7-11/ næstu leikir: Hamar(h)/ÍA (ú)/ Höttur (ú)/ Ármann (ú)/ Valur (h) (tvisvar)
7.sæti FSu 12 stig 6-13/ næstu leikur: Ármann (ú)/ Valur (h)/ Breiðablik (ú)/ Fjölnir (ú)/ Hamar (h)

Hamarsmenn mættu uppá á Akranes í fyrsta leik sínum í þriðju umferð 1.deildar karla. Bæði lið höfðu unnið hvorn leikinn og því var leikurinn ekki einungis uppá stigin tvö heldur einnig uppá innbyrgðis viðureignina í baráttunni um fimmta og síðasta sætið í úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild. Fyrir leikinn voru Hamarsmenn með 6 sigra (14 stig) og 10 töp, en lið ÍA 5 sigra (10 stig) og 12 töp. Bæði liðin spiluðu við FSu í sínum síðasta leik, sem einnig er í baráttu um 5 sætið. Lið ÍA vann FSu en Hamar hafði tapað. Því var ekki um fjögra stiga leik að ræða heldur meira 8 stiga leik.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn mun betur og komust í 0-8. Skagamenn virtust vera yfir spenntir og skutu ekki nema 29% skota sinna ofan í körfuna, tölfræði þáttur sem er ómögulegt að vinna með. Hamarsmenn spiluðu leikinn af gríðarlegu öryggi og hleyptu Skagamönnum aldrei nálægt sér og uppskáru frekar auðveldan sigur  59-97. Allir í Hamarsliðinu lögðu sitt af mörkum en Örn Sigurðarson fór fyrir sínum mönnum með 26 stig og 8 fráköst. Hjá ÍA var Shouse með 25 stig.
Hamarsmenn halda því áfram í fimmta sætið og má segja að þeir hafi skilið ÍA eftir, komnir með innbyrgðis viðureignina og fjögra stiga forskot. Hamarsmenn eru sem fyrr segir í 5 sætinu með 7 sigra og 10 töp (17 leikir), Næstir koma Selfyssingar með 6 sigra og 12 töp (18 leikir), og síðan Vestri 6 sigrar og 10 töp (16 leikir). Skagamenn hafa síðan stimplað sig út úr baráttunni í bili að minnsta kosti með 5 sigra og 13 töp.

 

Næsti leikur Hamars verður svo á Sunnudaginn kl 19:15 í Hveragerði, Þegar topplið 1.deildar Höttur mætir í heimsókn.

Sunnudaginn 18. Desember fór fram bikarleikur í 9. Flokki karla. Valur tók þá á móti sameiginlegu liði Hamars og Þórs, spilað var í OgVodafone höllinni og fyrirfram var búist við frekar erfiðum leik gestanna þar sem heimaliðið er jú ríkjandi íslandmeistarar. Leikurinn byrjaði þó nokkuð jafn og að loknum fyrsta leikhluta leiddu heimamenn með sex stigum, 21-15, og gaf þessi byrjun gestunum byr í seglin og trú á verkefnið. Valsmenn voru þó ekkert endilega á því að vera eitthvað að leyfa gestunum að komast inní leikinn og bættu við forskotið þannig að í hálfleik leiddi Valsmenn með 21 stigi. Þessi munur hélst svo út leikinn þannig að þótt gestirnir hafi verið nokkuð ánægðir með að veita íslandsmeisturunum keppni verður að hafa það bak við eyrað að vissulega var heimaliðið með öruggu forustu allan seinnihálfleik. Leikurinn var þó fínasta skemmtun þar sem ungir leikmenn fengu að spila á aðalvelli OgVodafone hallarinnar og virtust bara njóta þess að fá að vera aðalstjörnur þessa sunnudagskvölds þar sem boðið var uppá skemmtilegan körfubolta. Stigahæstir heimamanna voru Ástþór Svalason 34 stig og Ólafur Gunnlaugsson 18 stig. Hjá Hamri/Þór var Sæmundur Þór Guðlaugsson með 23 stig og Arnar Dagur Daðason með 23 stig

 

Í vetur ætlum við að setjast niður með leikmönnum og þjálfara Hamars og spyrja þá spurninga yfir einum kaffi bolla. Nú er röðin komin að Hlyni Snæ Wiium Stefánssyni. Hlynur er uppalinn hjá Hamri og er á sínu öðru ári í meistaraflokki.

Staða: Skotbakvörður

Happatala: 13

Versti fatastílinn: Woods fær þann titill

Erfiðasti andstæðingurinn: Það mun vera Björn Ásgeir

Ef þú mætir velja einn til þess að blokka fara í hraðaupphlaup og troða í andlitið á, hver væri það? Sá maður væri Oddur Ólafsson

Vandræðalegasta augnablik: Þegar Chris Woods blokkaði mig á æfingu um daginn

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég elska að taka til

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik eða æfingu:
Ruðningurinn sem Bjarki tók á móti Ármanni fyrr í vetur.

Hverjir verða íslandsmeistarar í körfuknattleik? Tindastóll tekur þetta í ár

11193371_368829513312014_6426441876045221740_n

Fyrrum Kaffibollar

http://www.hamarsport.is/yfir-einum-kaffibolla-andri-thor/

Skólastrákarnir í FSu mættu í Frystikistunna í Hveragerði síðastliðinn fimmtudag í grannaslag. Fyrir leikinn voru FSu menn sæti ofar en Hamar en liðin sátu í 5 og 6 sæti deildarinnar. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir FSu en stíf vörn Hamarsmanna gerði Selfyssingum erfitt fyrir í sókninni. Hamarsmenn stálu boltanum ítrekað og settu auðveld sniðskot á hinum enda vallarins. Það má því segja að Hamarsmenn hafi hreinlega fryst FSu drengi. Staðan 43-28 í hálfleik.  Leikurinn var má segja ráðinn, og ógnuðu FSu menn aldrei Hamarsmönnum neitt að ráði og voru lokatölurnar 85 – 75 heldur litlar miðað við yfirburði Hamars í leiknum. Mest leiddu Hamarsmenn með 21 stigi. Chris Woods var með 24 stig og 15 fráköst, á meðan Motley í liði FSu var með rúm 50% stiga sinna manna eða 41 stig og 15 fráköst. Hamarsmenn eru því komnir uppí 5 sæti deildarinar á kostnað FSu. Næsti leikur er svo gegn ÍA á föstudaginn 25.nóv kl 19:15

Í vetur ætlum við að setjast niður með leikmönnum og þjálfara Hamars og spyrja þá spurninga yfir einum kaffi bolla. Nú er röðin komin að Ísaki Sigurðarsyni, 16 ára dreng sem er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Staða: Framherji/Miðherji

Happatala: 11

Versti fatastílinn: Allir í liðinu nema ég

Erfiðasti andstæðingurinn: Örn

Ef þú mætir velja einn til þess að blokka fara í hraðaupphlaup og troða í andlitið á, hver væri það? Diddi eða Rúnar

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég mætti í kosýfötum í afmæli

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég er 110 kg eftir góða máltíð

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik eða æfingu:
Í preseason-inu spiluðum við tvo æfingaleiki við fsu. Í fyrsta leiknum erum við að tapa með einu og lítið er eftir af leiknum. Þá kemur Diddi aka Mr. Clutch og hendir í einn mid range jumper sem var ekkert annað en bara net og gefur okkur eins stigs forskot þegar innan við 5 sek eru eftir = sigur. Dagarnir líða þangað til það er komið að næsta leik. Í þeim leik var mikil hiti. Orðið bangsímon fèkk að renna af tungum Hamarsmanna og var leikurinn stál í stál fram að seinustu sekúndu (Enda fsu fullsvekktir að hafa fengið þennan jumper frá Didda í grillið á sèr í seinasta leik). En það er ekki frá sögu færandi nema hvað, við erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrri leiknum. Við erum undir með einu, lítið er eftir og við erum í sókn. Á einhvern æðislegan hátt endar Diddi á nákvæmlega sama stað og síðast, með boltann, tekur skot, klukkan syngur og svo SPLASH. Diddi var búinn að vinna leikinn með flautu körfu og það hefði mátt halda að hann hafi gert þetta áður

Hverjir verða íslandsmeistarar í körfuknattleik? KR karlameginn og Skallagrímur kvennamegin

14610930_10154370203096049_6447895985871744482_n

Svolítið er síðan að við færðum ykkur fréttir af Hamarsliðinu en liðið hefur leikið þrjá leik á síðustu vikum. Eftir sigur á Ármanni þann 24 okt 104-77, hélt liðið á Hlíðarenda að mæta Valsmönnum. Hamarsmenn voru lengi vel inní leiknum en Valsliðið náði góðu áhlaupi í byrjun 4 leikhluta sem Hamarsmenn réðu ekki við og loka tölur 101-86. Síðastliðinn Föstudag var svo komið að Lárusi Jónssyni fyrrum Hamarsmanni, að koma með lið sitt Breiðablik í Frystikistunna. Blikar leiddu eftir hálfleikinn með 17 stigum 33-50. Hamarsmenn neituðu þó að gefast upp og náðu að minnka muninn niður í 59-65 fyrir lokaleikhlutann. En því miður þá dugði þetta áhlaup skammt, þar sem Blikarnir stungu aftur af í byrjun fjórða, og eftir leikurinn auðveldur 70-85.

En nú þýðir ekkert að leggja árar í bát því strax aftur á morgun Mánudag er leikur gegn heitasta liði 1.deildar Hetti í Maltbikarnum, en hann hefst kl 19:15 í Frystikistunni.