Hamar og Þór Akureyri mættust í frystikistunni í Hveragerði í dag. Hamarsmenn máttu þola slæmt tap í fyrsta leik á móti ÍA, á meðan Þórsarar sóttu góðan sigur á Selfoss. Hamarsmenn höfðu greinilega lagað varnarleikinn eitthvað frá síðasta leik og skotinn voru að detta niður hægri vinstri og staðan 18-7 og Þórsarar tóku leikhlé, Hamarsmenn voru komnir með 4 þrista niður í sex tilraunum. Leikurinn jafnaðist þó aðeins út eftir þessa fínu byrjun og var meira jafnræði með liðunum. Elías kom með þrjá þrista, en alltaf svöruðu Hamarsmenn. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 26-13 Hamri í vil. Í öðrum leikhluta urðu Þórsarar fyrir miklu áfalli þegar Ólafur Ingvason fékk sína þriðju villu eftir einungis tvær mínútur. Við þetta varð sóknarleikur Þórara ragur og nýttu Hamarsmenn sér það og komust í 38-20. Þá fannst Bjarka þjálfara Þórs komið nóg og tók leikhlé og setti Ólaf aftur inná. Við þetta lagaðist sóknarleikur Þórs og var 13 stiga munur í hálfleik 46-33. Atkvæða mestur inná vellinum var Bragi Bjarnason með 12 stig. Síðari hálfleikur hófst svo með miklu jafnræði og skiptust liðin á körfum. Hamarsmenn héldu því forskotinu nokkuð vel, en Þórsarar þó aldrei langt undan. Þeim vantaði bara alltaf að koma þessu undur tíu stigin, sálræni þröskuldurinn. Þriðji eikhlutinn endaði svo með Þórs körfu og staðan 67-57. Ólafur var kominn með 4 villur í liði Þórs og Danero hjá Hamri var einnig með 4 villur. Í fjórða leikhluta náðu Þórsarar síðan að komast yfir tíu stiga þröskuldinn og eftir það var ekki aftur snúið, Þórsarar byrjuðu á því að skora fyrstu 20 stig leikhlutans og þar komnir með 22-0 áhlaup og staðan því skyndilega orðin 67-77 og 6 mínútur til leiksloka. Við þetta tóku Hamarsmenn sitt annað leikhlé á nokkrum mínútum og settu sín fyrstu stig eftir að hafa ekki skorað í sex mínútur. Eftir þetta skiptust liðin á körfum og endaði leikurinn með átta stiga sigri gestanna 77-85. Hjá Þórsurum var Crayton með 23 stig og 17 fráköst, þar af 7 sóknarfráköst, Elías kom næstur með 17 stig og síðan var Ólafur með 15 stig og 6 stoðsendingar, aðrir með minna. Hjá Hamri var Danero Thomas með 26 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar, næstur kom Ingvi Guðmundsson með 13 stig og Bragi Bjarnason með 12 stig. Þórsarar eru því taplausir í fyrstu tveimur leikjunum sínum, á meðan Hamarsmenn sitja eftir á botninum án sigurs.

Mynd/Sunnlenska

Í Frystikistunni í kvöld fór fram leikur Hamars og ÍA. Leikurinn hófst ekki fyrr en tíu mínútum eftir að áætlað var vegna tæknilegra örðuleika á stattinu. Í miðjum leik kom svo aftur vandræði á stattinu á og er því ekki enn hægt að nálgast tölur. En leikurinn spilaðist þó engu að síður, allveganna hjá öðru liðinu. Það voru nefnilega gestirnir frá Akranesi sem byrjuðu leikinn mun betur og komust í 14 -5 á fyrstu 4 mínútunum. Þeir héldu svo áfram að prjóna sig í gegnum lélaga vörn Hamars og var staðan 10-19 þegar 4 mínútur voru til loka fyrsta leikhluta. Má þess til gamans geta að einungis Warren og Áskell höfðu skorað stig Skagamanna. Hallgrímur Brynjólfsson aðstoðar þjálfari Hamars í dag tók leikhlé og lét menn heyra það ansi vel. Við þetta fór vörnin að lagast aðeins og Hamarsmenn unnu sig betur inní leikinn. Þó voru það gestirnir sem leiddu eftir fyrsta leikhluta 27-33. Og var Warren kominn með 17.stig. Þar sem að stattið klikkaði er erfitt að koma með meiri tölfræði inní umfjöllunina, en við höldum þó áfram eftir besta minni. Í öðrum leikhluta var meira jafnræði með liðunum og skiptust þau á áhlaupum, þó var ÍA alltaf skrefinu á undan og leiddu í hálfleik með 52 stigum gegn 58. Í þriðja leikhluta komu Hamarsmenn enn og aftur með áhlaup, og í stöðunni 63-64 tóku Skagamenn leikhlé. Þarna stefndi í spennandi leik en Skagamenn voru á öðrum málum. Þeir komu eins og örlaga nornirnar og felldu Hamars útá vígvellinum og lögðu grunn að sigrinum. Þeir komu útúr leikhléinu og settu hverja körfuna á fætur annari. Fyrir lokaleikhlutann leiddu þeir með um það bil 10 stigum. Fjórði leikhlutinn náði svo aldrei að vera spennandi þar sem Skagamenn stigu ekkert af bensín gjöfinni og létu bara kné fylgja kviði og komust mest 17 stigum yfir 73-90, Hamarsmenn voru með hvern tapaðan boltan á fætur öðrum og komust ekki aftur í takt við leikinn. Því fór sem horfði og Skagamenn unnu sanngjarnan sigur 86-99. Þess má til gamans geta að Leifur Garðarsson var mættur aftur með flautuna og mátti vel sjá að hann hafði engu gleymt. Þar sem engar tölur eru til að styðjast við þá getum við ekki komið með helsta stiga skori annað en það að Warren leikmaður ÍA skilaði 46 stigum, 6 stoðsendingum og 6 fráköstum, svo sannarlega erfitt að gleyma svoleiðs frammistöðu. Ívar Örn Guðjónsson

Hamar og Njarðvík áttust við í fyrstu umferð Domino´s-deildar kvenna. Fyrir leikinn var liðinum spáð í neðstu sæti deildarinnar. Fyrsti leikhlutinn fór mjög hægt af stað og einkenndist hann af lélegum sendingum og illa farið með góð færi. Hátt spennustig var hjá báðum liðum. Hamarsstúlkur tóku þó forskotið snemma leiks og leiddu þær 11-1 eftir um 6 mínútna leik. Hamarsstúlkur keyrðu svo áfram á Njarðvíkurstelpur en staðan eftir fyrsta leikhluta 22-7 Hamri í vil. Í öðrum leikhluta hresstust þó Njarðvíkur stelpur og náðu fínum sóknum inná á milli og skotin fóru að detta. Mikið jafnræði var þó með liðunum og fóru Hamarsstelpur með fínt forskot inní hálfleikinn 47-33. Fremst í flokki Hamars var Íris Ásgeirsdóttir með 14.stig og 5 stolna bolta. Síðari hálfleikur hófst svo líkt og fyrsti leikhlutinn, Hamarstúlkur voru mun ákveðnari og má segja að þær hafi klárað leikinn. Eftir 7 mínútur í þriðja leikhluta var staðan 59-42 og Njarðvíkurstúlkur með hvern tapaðan boltann á eftir öðrum. Hamarsstúlkur leiddu fyrir síðasta fjórðunginn 69-45. Framan af í loka fjórungnum héldu Njarðvíkur stúlkur áfram a hitta illa, og tóku þær leikhlé í stöðunni 77-50 með 5 mínútur eftir að leiknum. Eftir leikhléið var leikurinn eign Njarðvíkur og unnu þær seinustu 5 mínúturnar 11-0. “The Big three” hjá Hamarsstúlkum gerðu saman 49 stig en Di’Amber Johnson var með 20.stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst og 5 stolna. Næst var Fanney Lind með fína tvennu 15 stig og 15 stoðsendingar og síðan var Íris Ásgeirsdóttir með 14 stig, 6 stolna og 4 stoðsendingar. Svo komu ungu stelpurnar ekki langt á eftir Marín með 6.stig og 8 fráköst og Dagný með 8 stig og 7 fráköst. Hjá Njarvík var Salbjörg atkvæðamest með 15 stig og 12 fráköst og henni fylgdi Jasmine Beverly 14 stig og 6 fráköst.

Næsti leikur hjá stelpunum er síðan á Sunnudaginn á móti KR í vesturbænum í DHL-höllinni

 1. Hamar     1 1 0  77:61  2 
 2. Valur     1 1 0  77:62  2 
 3. Grindavík   1 1 0  89:85  2 
 4. Keflavík   1 1 0  76:74  2 
 5. Haukar    1 0 1  74:76  0 
 6. Snæfell    1 0 1  85:89  0 
 7. KR      1 0 1  62:77  0 
 8. Njarðvík   1 0 1  61:77  0 

Í.Ö.G

Við fengum hann Hallgrím Brynjólfsson, betur þekktan sem Hadda í stutt spjall fyrir veturinn sem framundan er. Eins og flestir vita þá spila Hamarsstelpur aftur í deild þeirra bestu eftir eins árs dvöl í fyrstu deild þar sem liðið fór með sigur gegn Stjörunni í hörku einvígi.

Hvernig leggst veturinn í þig?

Hann leggst vel í mig, þetta verður fjör alla leið ef við leggjum okkur fram við verkefnið!

Ertu búinn að finna erlendan leikmann?

Já við erum búin að semja við stelpu sem heitir Diamber Johnson

Hvernig verður liðið skipað í vetur?

Manneskjum

Hvert er markmið vetursins?

Við tökum eitt skref í einu, förum í alla leiki til þess að sigra og sjáum svo hvert það leiðir okkur?

Ef þú mættir velja einn leikmann á íslandi í liðið þitt hver yrði fyrir valinu?

Er ekkert að pæla í öðrum leikmönnum öðrum en okkar eigin.

Fyrsti leikur er heima gegn Njarðvík, hvernig leggst hann í þig?

Mjög vel. Þetta verður hörkuleikur þar sem að tvö ólík lið mætast.

Eitthvað að lokum?

Ég hvet fólk til þess að mæta á völlinn og sjá stelpurnar spila í vetur, þetta verður skemmtilegt!

 

Við þökkum Hadda fyrir spjallið og hvetjum líkt og hann fólk til þess að mæta en stelpurnar mæta Njarðvík í fyrsta deildarleiknum þann 9. okt í Hveragerði.

Það hefur væntalega ekki farið fram hjá málkunnugum að hinn geðþekki  Bragi Bjarnason er tekin við þjálfarastarfinu hjá meistarflokki Hamars í körfunni og tekur þar við Lárusi Jónssyni sem horfin er á vit ævintýranna á suðrænni slóðum. Hamar spilar í 1.deildinni í vetur og ekki úr vegi að fá nýjan þjálfara strákanna til að svara nokkrum spurningum svona í byrjun vetrar. (mynd; Ívar, Lárus Ingi, Bragi og Birgir við undirskrift samnings)

Bragi Bjarnason var ráðinn til þess að koma og þjálfa Hamar í vetur og tekur hann við starfinu af Lárusi Jónssyni sem þurfti að hverfa á brott. Bragi mun líklega koma til með að vera spilandi þjálfari líkt og Lárus var og hlökkum við að sjá hann stýra brúnni.

 Hvernig leggst veturinn í þig?

Mjög vel. Erum með fjölbreyttan og sterkan hóp sem getur náð mjög langt. Sýnist 1. deildin geta orðið mjög spennandi í vetur og nokkur lið sem munu berjast um eftsta sætið og sé ég Hamar vera eitt af þeim.

 

Hvernig kemur kaninn inn í hópinn?

Hann smellpassar inn í liði. Flottur einstaklingur sem á eftir að gera aðra leikmenn góða í kringum sig. Mjög fær varnarmaður og þessi fyrstu leikir í Lengjubikarnum sýna mér að þetta verður án efa einn af bestu erlendu leikmönnunum í fyrstu deildinni.

Hvernig verður liðið skipað í vetur?

Við verðum með svona c.a. 13-14 manna hóp þegar allir verða komnir af stað. Nokkrir eru að kljást við smávægileg meiðsli og vonandi verða allir komir á fullt þegar deildin byrjar. Erum með góða blöndu í hópnum sem verður spennandi að setja saman. 

Hvert er markmið vetursins?

Markmið vetrarins fyrir liði á eftir að ræða innan hópsins en verður gert núna í september. Ég persónulega hef sett mér ákveðin markmið fyrir veturinn en kýs að halda þeim út af fyrir mig.

Ef þú mættir velja einn leikmann á íslandi í liðið þitt hver yrði fyrir valinu?

Góð spurning. Miðað við meiðslastöðuna núna þá væri ég til í að bæta við einum kjötskrokk í teiginn. Nokkrir kæmu sannarlega til greina.

Fyrsti leikur er heima gegn ÍA hvernig leggst hann í þig?

Spenntur. Erum núna á fullu í Lengjubikarnum og sjáum bætingu á liðinu eftir hvern leik svo við verðum klárir gegn ÍA í fyrsta leik. Klárum 2 stig í hús og leggjum af stað í veturinn af krafti.

Eitthvað að lokum?

Hvet alla að mæta í Frystikistuna á leiki karla- og kvennaliðsins í vetur. Ég man sjálfur eftir stemmningunni í húsinu þegar ég var að spila með Hamri forðum og langar mig virkilega að ná því upp aftur. Lið eiga að óttast það að mæta í Hveragerði og þá þurfa stuðningsmennirnir að fylla bekkina og hvetja sitt lið áfram.

 

Hamars stúlkur sýndu frábæra takta í gær og unnu Stjörnuna í oddaleik um sæti í Úrvalsdeild, 73-59 þar sem um 450 manns skemmtu sér flestir konunglega og sköpuðu fábæar umgjörð um leikinn. Til hamingju stelpur og Hamars-fólk með sigurinn og sæti í efstu deild.

Látum nægja að vísa á greinargóðar umfjallanir um leikinn á www.karfan.isog www.sunnlenska.is þar sem bæði er greindur leikurinn og fjöldi viðtala og myndir frá leiknum.  

Viðtal við Hadda á sunnlesnka er athyglisvert, viðtal við Marín og Íríisi á karfan.is auk fjöldia mynda á fébókarsíðum og víðar.  (mynd; Sunnlenska)

Svo er bara að vona að strákarnir leiki þetta eftir en fyrsti leikur í rimmu Hamars og Vals er í kvöld kl. 19.15 að Hlíðarenda og svo er heimaleikur hér á sunnudag kl. 19.15 .. Áfram Hamar!

Hamar vann Hött fyrir austan 68-73 í gær þar sem strákarnir sýndu stórgóða vörn í 4 leikhluta og kláruðu leikinn og þar með einvígið 2-0.

Umfjönnum um leikinn á Ausutglugginn.is sem og myndir.

Nú svo er bara að fara að Ásvöllum í dag og hvetja stelpurnar okkar á móti Stjörnunni kl. 16.30 Sigur þýðir úrvaldeild! ÁFRAMHAMAR.

Hamar – Stjarnan í 1. deild kvenna og nokkur spenna í húsinu í Hveragerði enda um að keppa laust sæti í Dominos deild kvenna næsta tímabil. Kjartan flottur í tauinu á bekknum fjá Stjörnunni en Hallgrímur breytti engu í klæðaburði á hliðarlínu Hamars og treysti á sína daglegu útgeislun.  Hvort það var útgeislun Hadda eða frekar heldur krafturinn í Hamars stúlkum þá vannst leikurinn á endanum 75-60 þar sem ekkert var gefið.
 
Leikurinn byrjaði fjörlega og Hamar náði 10-2 forystu og virtist ætla að gera út um leikinn strax en svo fór þó ekki. Stjarnan jafnaði og gott betur, komust í 10-12 og liðin héldust hönd í hönd út fyrsta leikhluta sem endaði 18-18 og 2. leikhluti endurtekning nema hvað bæði lið hittu aðeins verr en heimastúlkur leiddu þó fyrir sjoppuhlé, 30-28 og eins og bæði lið væru að bíða með að hrökkva almennilega í gang.
 
3.leikhluti var eins og í framhaldsmynd og nú voru Stjörnustúlkur frekar með frumkvæðið framan af en á endanum vann Hamar leikhlutann 24-21 og og samanlagt 54-49. Rétt þegar heimamenn héldu að þetta væri að fara að ganga upp setti en Bryndís Hanna í skotgírinn fyrri Stjörnuna (sem hún var að vísu í allan leikinn) og setti 7 stig á skömmum tíma og jafnaði 57-57 og allt á suðupunkti. Hér voru um 6 mínútur eftir af leiknum. Íris Ásgeirs svaraði fyrir heimastúlkur með 3ja stiga körfu og í kjölfarið fylgdu 4 stig frá Hamarsstúlkum áður en 1 stig kom frá vítalínu Stjörnunnar og leikurinn snérist algerlega heimastúlkum í vil eftir þetta. Loka leikhlutinn fór 21-11 og lokatölur því 75-60.
 
Þessi niðurstaða er kannski helst til stór munur þar sem leikurinn var lengstum jafn en 11 sinnum var jafnt í leiknum og liðin skiptust 9 sinnum á að hafa forustuna en þegar á 4. leikhlutann leið hættu Stjörnustúlkur að hitta úr sínum 3ja stiga skotum og áttu erfitt uppdráttar inn í teig.
 
Bryndís Hanna var best Stjörnukvenna með 23 stig og 4 stoðsendingar. Kristín Fjóla, Lára og Heiðrún settu hver 7 stig en aðrar minna.
 
Hjá Hamri var Marín með 19 stig og 10 fráköst/4 stoðs., Íris Ásgeris 17 stig/7 stoðs./5 stolnir, Jenný 15 stig, Bjarney 11 stig/4stoðs., Katrín 7 stig/6 fráköst/4 stoðs., Álfhildur 5 stig/12 fráköst, Regína 1 dyig/6fráköst.
 
 
Það er því ljóst að Hamar getur tryggt sig upp um deild á laugardag í Ásgarði en Stjarnan hefur engu að tapa og gefa án efa allt í leikinn til að knýja fram oddaleik í Hveragerði. Leikurinn í Ásgarð á laugardaginn er kl. 16.30   Áfram Hamar.

Góður sigur í gær á Hattamönnum í fyrstu rimmu liðanna, 86-73 þar sem 3. leikhluti vannst 28-11 og lagði grunn að sigri okkar manna.

Leikurinn gegn Hetti byrjaði með troðslu Hollis í fyrstu sókn sem lofaði góðu en samt var það okkar hlutskipti að elta austanmemm nánast allan fyrri hálfleik. Gestirnir leiddu 21-22 eftir fyrsta leikhlutann og í hálfleik var staðan 40-42.

Örn var mikið út af fyrir hlé þar sem hann fékk snemma lleiks 2 villur og Lárus einnig en báðir með 3 villur í leikhlé. Hjá Hetti virtist Sandidge ekki ná sér á strik en hann fiskaði nokkar dýrmætar villurnar á okkar menn en illa gekk að ráða við Bracey sem hitti nánst öllu sem hann kastaði í átt að körfunni.
 
3.leikhlut spilaðist svipað og hingað til en liðin skiptust nú á að hafa forustu fram að stöðunni 49-47 breyttist staðan á stuttum tíma í 66-49 og tæpar 2 mínútur lifðu af leikhlutanum. Hér small vörn okkar manna algerlega og allt virtist ofaní hjá Hamri meðan lukkan var farin út og suður hjá Hattarmönnum. Leikhlutinn endaði þó á tveim stigum frá Frosta, Hattarmanns og fyrrum Hamars leikmanns og 66-51 nokkuð vænlegt fyrir okkur. Eftirleikurinn í 4. leikhluta var auðveldur og mest munaði 20 stigum en Hattarmenn komu alltaf til baka aftur. Leikurinn endaði 86-73 þar sem heimamenn nýttu sér að spila á fleiri leikmönnum en Höttur og breiddin aðeins meiri þetta kvöldið.
 
Hollis var með 18 stig, 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að auki.Örn var með 18 stig, Raggi Nat tók 17 fráköst og setti 11 stig og Oddur Ólafs 9 stig. Gamla settið hjá heimamönnum voru afbragð þar sem Haddi Brill var með 100% skotnýtingu og 8 stig en Lárus Jóns setti einnig 8 stig og gaf 9 stoðsendingar, Þorsteinn var með 6 stig líkt og Bjartmar  og Bjöggi setti 2 stig.
Hjá gestunum var Bracey með 26 stig og 26 framlagsstig í kvöld.  Sandidge var með 15 stig og 12 fráköst, Viðar Örn 10 stig og Andri Kristleifs einnig 10 stig en aðrir minna.
Frákastarmman fór 48-28 fyrir Hamar.
 
Vel var mætt á pallan í gær (ca. 350 manns) og gaman að því en áhorfendur stóðu sig með hreinum ágætum líkt og strakarnair á vellinum.
Liðin eiga leik aftur á föstudag á Eigilstöðum kl. 18.30 en tvo sigra þarf til að fara áfram í úrlitarimmuna. Ef um oddaleik verður að ræða er hann settur hér heima á nk. sunnudag kl. 19.15
Smá spenna fyrir leik og í byrjun leiks Hamars og Stjörnunnar í 1. deild kvenna í gærkvöldi og ljóst að Hamar gat tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri en Stjarnan varð að vinna til að geta gert tilkall til bikarsins en þær eiga þó 2 frestaða leiki inni.
 
Fyrsti leikhluti jafn og liðin skiptust á að skora en mikið um mistök á báða bóga en staðan 15-16 fyrir gestina eftir fyrstu 10 mínúturnar. Fyrstu mínútur annars leikhluta voru heimastúlkur grimmari og náðu 9-1 áhlaupi áður en Kjartan tók leikhlé en forystan hélst þetta 5-10 stig fyrir Hamar fram að leikhlé og staðan í sjoppuhlé 32-22. Stjarnan skoraði aðeins 7 stig í leikhlutanum gegn 18 heimakvenna.
 
Ef einhver var að bíða eftir spennandi leik, sem fullt útlit var til, þá skjátlaðist þeim sömu hrapalega því strax eftir hlé tók Hamar leikinn í sínar hendur og rúlluðu 3.leikhluta upp 33-13 og leiddu fyrir lokahlutann 65-35. Allt virtist fara ofan í körfuna hjá heimastúlkum og leikurinn hraðari en áður. Síðasti leikhluti var jafnari en Hallgrímur þjálfari Hamars gat leyft sér að hvíla byrjunarliðið stóran hluta leikhlutans en Stjörnustúlkur hættu aldrei og bættu aðeins í undir lokin og náðu að vinna síðasta leikhlutann 17-20, lokatölur 79-56 fyrir heimastúlkur eins og fyrr sagði.
 
Bestar í liði Stjörnunnar voru Bryndís Hanna með 18 stig/11 fráköst, Kristín Fjóla með 13 stig og Bára Fanney með 11 stig en aðrar minna.
 
Hjá Hamri var Íris Ásgeris með 22 stig, Marín 16 stig, Álfhildur 14 og Jenný og Regína með 9 stig hvor en Katrín Eik var frákastahæst á vellinum með 12 fráköst, 7 stig og 4 stoðsendingar að auki.
 
Eftir leik afhenti Hannes S. Jónsson formaður KKÍ Hamarsstúlkum deildarmeistaratitilinn við mikinn fögnuð. Stjarnan þarf að vinna 1 af 2 frestuðum leikjum sem þær eiga inni til að komast í úrslitaeinvígi(við Hamar) um laust sæti í úrvaldeild og nokkuð ljóst að þá verður hart barist en úrslitakeppni 1.deildar byrjar strax í vikunni eftir páska.