Blakdeild Hamars hefur í  yfir 10 ár haldið Daddamót milli jóla og nýárs. Mótið er skemmtimót þar sem félagsmenn í Hamri og gestir koma saman og spila blak sér til ánægju og yndisauka.

Mótið er haldið til heiðurs Kjartani Busk sem var einn af bestu blökurum landsins á sínum tíma og lék þá með HK í Kópavogi auk þess að spila með landsliði Íslands.
Kjartan var einn af máttarstólpum blakliðs Hamars eftir stofnun deildarinnar og lék með liðinu í mörg ár þar á eftir. Kjartan hefur búið í Noregi undanfarin ár með sambýliskonu sinni Gunhild Windstad.

Öld 2000