Entries by

Þrjú blaklið í deildakeppni

Blakdeild Hamars sendir 3 lið til keppni í Íslandsmótinu í blaki. Karlalið keppir í 1.deild (næstefstu), Og kvennaliðin Hamar A í 2. deild og Hamar B í 5. deild. Deildakeppni karla er leikin heima og heiman en kvennaliðin leika í turneringaformi.  Mótið fer vel af stað hefur karlaliðið sigrað tvo leiki af þremur. Hamar A kvenna […]

Kvennalið Hamars upp í 2. deild

Kvennalið Hamars tryggði sér sæti í 2. deild í blaki í lokakeppni í 3. deild í blaki um helgina. Leikið var í Garðabæ þar sem liðið lék 4 lokaleiki sína. Hörku keppni var um það hvaða 2 lið færu upp um deild og að lokum voru það Þróttur c og Hamar sem tryggðu sér sætin tvö sem í boði voru. Liðið og lokastöðuna […]

,

Jóns Guðmundssonar minnst

 Jón Guðmundsson, fyrsti formaður knattspyrnudeildar Hamars, féll frá nú í janúarmánuði. Jón var drengur góður, vildi öllum vel og vildi allt fyrir alla gera. Jón var vakinn og sofinn yfir starfi knattspyrnudeildarinnar og vann ötullega að uppbyggingu knattspyrnuíþróttarinnar í Hveragerði í sinni formannstíð. Það fór varla fram knattspyrnuleikur hjá Hamri öðruvísi en að Jón væri viðstaddur, hvetjandi […]

Blakmaður Hamars árið 2013

Blakmaður Hamars árið 2013 er Ásdís Linda Sverrisdóttir.  Valið á blakmanni ársins er alltaf erfitt.  Blak er leikur liðsheildarinnar og það á sérlega vel við í blakliðum Hamars, þar sem liðin eru mönnuð vel spilandi einstaklingum í öllum stöðum og liðsheildin ræður jafnan úrslitum.  Þannig að þó hér sé einn einstaklingur heiðraður, þá mega allir […]

Minning um Sigga

Sigurður Guðmundsson blakfélagi okkar Hamarsmanna lést þann 12. febrúar, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Er þetta fyrsta skarðið sem hoggið er í hóp þeirra ágætu blakara sem stundað hafa íþróttina í Hveragerði undanfarin 20 ár.   Blakdeild Hamars í Hveragerði var stofnuð árið 1993 og á fyrstu árum deildarinnar komu til liðs við okkur hjónin Sigurður […]

Strembin vika hjá blökurum

Hamar sendi tvö kvennalið til leiks í HSK mótinu að þessu sinni. B-liðið lék á Hvolsvelli mánudaginn 25. nóv. og A-liðið lék í Hveragerði  miðvikudaginn 27. nóv.   Bæði lið áttu góða spretti og situr A-liðið í efsta sæti ásamt Dímon og UMFL1, sem öll eru með 7 stig.  Verður spennandi að fylgjast með seinni […]

Blakliðin stóðu í ströngu

Kvennalið Hamars tók þátt í fyrri turneringu á Íslandsmóti 3. deildar í Mosfellsbæ um liðna helgi. Lék liðið 5 leiki og vannst sigur í 4 og 1 tapaðist. Fjögur af þeim átta liðum sem þátt tóku eru mjög jöfn í efstu sætum og verður spennandi að fylgjast með stúlkunum í seinni hlutanum í febrúar. Nánri […]

Sigur og tap í blakinu

Karlalið Hamars hefur leikið 2 leiki í 1. deild í blaki. Laugardaginn 19. okt var leikið við Skellur á Ísafirði og endaði leikurinn 1-3 fyrir Hamar.  Hamar vann 2 fyrstu hrinurnar nokkuð örugglega, en í þeirri þriðju var eins og slakað væri heldur mikið á og gengu Ísfirðingar á lagið og mörðu sigur 26-24. Fjórða […]