Entries by

Hamarsmenn með yfirburði í liði fyrri umferðar Mizunodeildar

Á árlegum blaðamannafundi Blaksambands Íslands, sem fram fór í hádeginu í dag, var úrvalslið fyrri hluta tímabilsins opinberað. Kosið var rafrænt og voru það þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem kusu úrvalsliðið þegar deildarkeppnin er rétt um hálfnuð. Valdir voru 7 leikmenn og þjálfari fyrri umferðar og voru 5 leikmenn Hamars í liðinu, einn frá Vestra og […]

,

Enn ein rósin í hnappagat Hamarsmanna

Blaksamband Íslands tilkynnti um val á blakmanni og blakkonu ársins 2021 í hádeginu í dag á árlegum blaðamannafundi sambandsins í höfuðstöðvum ÍSÍ. Ragnar Ingi Axelsson, leikmaður Hamars var valinn Blakmaður ársins 2021. Hamar óskar Ragnari innilega til hamingju með nafnbótina enda er hann vel að henni kominn. Hér fyrir neðan má sjá umsögn Blaksambandsins um Ragnar. […]

,

Annar góður sigur á KA

Hamar vann seinni leikinn gegn KA um helgina í Mizunodeild karla í blaki í dag örugglega 3-1. KA mætti líkt og í gær vel stemmdir til leiks og unnu fyrstu hrinuna 25-21. Hamarsmenn hrukku þá í gírinn og unnu næstu 3 hrinur, 25-20, 25-18 og 25-23. Hamarsmenn þurftu því að hafa meira fyrir sigrinum en […]

,

Góður sigur á KA

Hamar og KA öttu kappi í dag í fyrri leik liðana um helgina en seinni leikurinn fer fram á morgun, sunnudag, kl. 13:00. KA mætti vel stemmt til leiks og var stemmningin þeirra megin í fyrstu hrinu. Fór svo að KA vann hana 26-24, eftir að Hamarsmenn klóruðu í bakkann undir lokin. Hamarsmenn vöknuðu þá […]

,

Hamar enn með fullt hús stiga

Úrvalsdeildarlið Hamars í blaki karla er enn með fullt hús stiga eftir öruggan sigur á Fylki í Hveragerði í kvöld. Fylkismenn áttu á brattann að sækja allan leikinn. Mótspyrnan var mest í fyrstu hrinu en fór svo minnkandi. Fór svo að Hamar vann leikinn 25-18, 25-15 og 25-14, samtals 3-0. Maður leiksins var Wiktor Mielczarek […]

,

Auðveldur sigur í fyrsta heimaleik

Íslands- og bikarmeistarar Hamars í blaki karla, tóku á móti Aftureldingu í sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu.Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks og áttu gestirnir afar erfitt uppdráttar í leiknum. Í öllum hrinum náði hamar forystu strax í upphafi og hélt henni út hrinuna. Fór svo að Hamar vann auðveldan sigur, 25-18, 25 – 14 […]

,

Hamar meistari meistaranna

Karlalið Hamars í blaki tryggði sér í kvöld nafnbótina meistari meistaranna þegar liðið sigraði Aftureldingu í Meistarakeppni Blaksambandsins. Hamarsmenn, sem urðu bikar, deildar og Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð unnu leikinn örugglega 3-0 (25-17, 25-20 og 25-20). Hamar samdi nýlega við alla lykilleikmenn síðustu leiktíðar og til viðbótar lék nýr leikmaður félagsins, Tomek Leik, sinn fyrsta […]

Íþróttamaður Hamars 2016

Á aðalfundi Hamars, sunnudaginn 28.febrúar voru heiðraðir íþróttamenn deilda og Íþróttamaður Hamars fyrir árið 2015. Eftirfarandi aðilar hlutu viðurkenningu: Hrund Guðmundsdóttir, badminton Dagný Jónasdóttir, blak Örn Sigurðarson, körfuknattleikur Daníel Rögnvaldsson, knattspyrna Dagbjartur Kristjánsson, sund Natalía Rut Einarsdóttir, fimleikar Hrund Guðmundsdóttir hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2015. Á fundinum fékk Gísli Garðarsson sérstaka viðurkenningu sem […]