Entries by

,

Hamar meistari meistaranna

Karlalið Hamars í blaki tryggði sér í kvöld nafnbótina meistari meistaranna þegar liðið sigraði Aftureldingu í Meistarakeppni Blaksambandsins. Hamarsmenn, sem urðu bikar, deildar og Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð unnu leikinn örugglega 3-0 (25-17, 25-20 og 25-20). Hamar samdi nýlega við alla lykilleikmenn síðustu leiktíðar og til viðbótar lék nýr leikmaður félagsins, Tomek Leik, sinn fyrsta […]

Íþróttamaður Hamars 2016

Á aðalfundi Hamars, sunnudaginn 28.febrúar voru heiðraðir íþróttamenn deilda og Íþróttamaður Hamars fyrir árið 2015. Eftirfarandi aðilar hlutu viðurkenningu: Hrund Guðmundsdóttir, badminton Dagný Jónasdóttir, blak Örn Sigurðarson, körfuknattleikur Daníel Rögnvaldsson, knattspyrna Dagbjartur Kristjánsson, sund Natalía Rut Einarsdóttir, fimleikar Hrund Guðmundsdóttir hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2015. Á fundinum fékk Gísli Garðarsson sérstaka viðurkenningu sem […]

Hilmar þjálfari er bikarmeistari

Hilmar Sigurjónsson þjálfari blakliða Hamars gerði sér lítið fyrir og varð bikarmeistari í blaki með KA, sunnudaginn, 8. mars. Hilmar gekk til liðs við KA menn eftir áramótin og hefur reynst þeim mikill liðsstyrkur. Hilmar lék með KA í nokkur ár en varð Íslandsmeistari með HK 2014. Hann reyndist sínu gamla félagi erfiður en HK […]

Kvennalið Hamars í 1. deild

Kvennalið Hamars gerði sér lítið fyrir um helgina og vann sér sæti í 1. deild Íslandsmótsins að ári. Seinasta turnering 2. deildar fór fram í Fagralundi í Kópavogi um liðna helgi og lauk Hamar keppni í 2. sæti deildarinnar á eftir Skellum frá Ísafirði.  Lokastöðu má sjá hér.  Deildarkeppni 1. deildar er leikin heima og […]

HSK titlar í blakinu

Bæði kvenna og karlalið Hamars unnu HSK titlana að þessu sinni. Kvennaliðið Hamar 1 háði harða baráttu við Dímon um titilinn og hafði betur að lokum. Karlaliðið var í mikilli keppni við Samhyggð og Hrunamenn um titilinn sem loksins er kominn í Hveragerði eftir fjölda ára dvöl í Hrunamannahreppi. Hamar sendi tvö lið til keppni […]

Ragnheiður er blakmaður Hamars

Ragnheiður Eiríksdóttir var útnefnd blakmaður Hamars fyrir árið 2014 á aðalfundi blakdeildar í janúar. Ragnheiður hefur stundað blak með Hamri undanfarin ár og hefur hún tekið afar miklum framförum á þeim tíma. Ragnheiður leikur vanalega sem kantsmassari og hefur hún átt sinn þátt í velgengni Hamars í Íslandsmótum undanfarinna tveggja ára þar sem kvennaliðið hefur […]

,

Sóley G. Guðgeirsdóttir er íþróttamaður Hamars

Á aðalfundi Hamars, sunnudaginn 22. febrúar 2015, voru heiðraðir íþróttamenn deilda og íþróttamaður Hamars fyrir árið 2014. Eftirfarandi aðilar hlutu viðurkenningu: Hrefna Ósk Jónsdóttir, badminton. Ragnheiður Eiríksdóttir, blak. Anna Sóldís Guðjónsdóttir, fimleikar. Vadim Senkov, knattspyrna. Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir, körfuknattleikur. Sverrir Geir Ingibjartsson, hlaup. Dagbjartur Kristjánsson, sund. Sóley Gíslína hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2014. […]

Þrjú blaklið í deildakeppni

Blakdeild Hamars sendir 3 lið til keppni í Íslandsmótinu í blaki. Karlalið keppir í 1.deild (næstefstu), Og kvennaliðin Hamar A í 2. deild og Hamar B í 5. deild. Deildakeppni karla er leikin heima og heiman en kvennaliðin leika í turneringaformi.  Mótið fer vel af stað hefur karlaliðið sigrað tvo leiki af þremur. Hamar A kvenna […]

Kvennalið Hamars upp í 2. deild

Kvennalið Hamars tryggði sér sæti í 2. deild í blaki í lokakeppni í 3. deild í blaki um helgina. Leikið var í Garðabæ þar sem liðið lék 4 lokaleiki sína. Hörku keppni var um það hvaða 2 lið færu upp um deild og að lokum voru það Þróttur c og Hamar sem tryggðu sér sætin tvö sem í boði voru. Liðið og lokastöðuna […]