Entries by

Firma og hópakeppni Hamars 2015

    Firma og hópakeppni Hamars verður haldin í Hamarshöllinni 7. Mars n.k.    Mótið hefur verið vinsælt undanfarin ár og gefst mönnum tækifæri á að sýna listir sínar við bestu aðstæður til knattspynuiðkunnar!     -Leikið er í liðum 6 á móti 6. -Leikið er eftir reglum KSÍ um keppni 7 manna liða. -Stærð […]

Annar sigurinn í röð hjá Hamri

Meistaraflokkur karla spilaði æfingaleik s.l Laugardag. Spilað var gegn Létti og fór leikurinn fram í Fífunni í Kópavogi. Léttir verða með Hamri í riðli í 4.deildinni í sumar. Þrír nýjir leikmenn voru til reynslu hjá Hamri í leiknum. Það voru tveir ungir og sprækir strákar uppaldir í Breiðablik og einn reyndur spánverji. Hamarsmenn byrjuðu leikinn […]

Fyrsti sigur ársins hjá Hamri

Hamar og Árborg áttust við í leik í sunnlenska.is bikarnum s.l sunnudag. Hamarsmenn höfðu tapað báðum sínum leikjunum í mótinu 0-2. Hamarsmenn mætti vel stemmdir til leiks og  sem fyrr voru allir leikmenn Hamars úr Hveragerði. Strákunum gekk vel að halda boltanum innann liðsins og var margt jákvætt í leik liðsins í fyrri hálfleik. Leikar […]

Hamar – KFR fór fram í gær.

Meistaraflokkur Hamars spilaði sinn annann leik á undirbúningstímabilinu á Selfossvelli í gær. Spilað var við KFR og var þetta leikur í sunnlenska.is mótinu. KFR leikur í 3. deild, Hamar mun leika í 4.deild. Í byrjun einkenndist leikurinn af löngum sendingum og miklum barningi. Hamarsmenn áttu erfitt með að halda boltanum innann liðsins, um miðjan fyrri hálfleik […]

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hamars verður haldin sunnudaginn 8.febrúar kl 12:00 á skrifstofu Hamars í íþróttahúsinu við skólamörk (crossfit inngangur). Dagskrá: – Venjuleg aðalfundarstörf. – Önnur mál. Stjórn knattspyrnudeildar.

16 Hvergerðingar í liði Hamars

Fyrsti leikur vetrarins hjá meistaraflokki undir stjórn nýs þjálfara Ólafs Hlyns fór fram í gær á Selfossvelli. Um var að ræða fyrsta leik í sunnlenska.is æfingamótinu gegn Árborg. Hamar telfdi fram nýju liði frá s.l tímabili og gaman er að segja frá því að af þeim 17 leikmönnum í leikmannahóp Hamars voru 16 leikmenn úr […]

Jólamót Kjörís heppnaðist vel

Mikill fjöldi fólks var mætt í Hamarshöllina um helgina. Á Laugardaginn voru 7.flokkur karla og kvenna að keppa, á sunnudaginn var 6.flokkur karla. Um 800 keppendur frá 15 félögum mættu leiks um helgina. Mótið heppnaðist virkilega vel og var fólk hrifið af þeirri aðstöðu sem við Hvergerðingar höfum fyrir knattspyrnuiðkun. Þetta mót mun klárlega verða […]

Ólafur Hlynur tekur við Hamri.

Ólafur Hlynur Guðmarsson hefur verið ráðinn sem þjálfari meistarflokks  Hamars. Skrifað var undir samning í Hamarshöllinni í gær. Ólafur er með mikla reynslu að þjálfun. Hann þjálfaði kvennalið í Danmörku og náði þeim flotta árangri að gera sín lið að Bikarmeisturum tvö ár í röð þar í landi. Hann kom til Íslands árið 2012 og […]

Lúðvíg Árni í Hamar.

Hamarsmenn halda áfram að bæta leikmönnum í hópinn sinn. Lúðvíg Árni Þórðarson hefur skrifað undir félagaskipti frá Stokkseyri. Lúðvíg er fæddur árið 1992 og getur leyst flestar stöður á vellinum. Lúðvíg lékk 11 leiki fyrir Stokkseyri á síðasta tímabili.  Við bjóðum Lúðvíg Árna velkominn til okkar í Hveragerði.