Entries by

Hamar áfram á sigurbraut

Hamar tók á móti Létti s.l Fimmtudag á Grýluvelli í mikilvægum leik um sæti í úrslitakeppni 4. deildar. Fyrir leikinn var Hamar í 3.sæti riðilsins með 15 stig og Léttir í 4. sæti með 12 stig. Léttir vann fyrri leik liðana 2-1. Margir áhorfendur voru mættir á völlinn og létu vel í sér heyra og […]

Fjórir sigurleikir í röð

Hamarsmenn spiluðu fyrsta leikinn í seinni umferð íslandsmótsins s.l fimmtudag gegn Stokkseyri. Hamar hafði unnið fyrri leik liðana 6 – 1 á Grýluvelli. Hamar hafði unnið þrjá leiki í röð áður en þeir fóru til Stokkseyri og voru búnir að skora mikið af mörkum í undanförnum leikjum. Gaman var að sjá hversu margir Hvergerðingar voru […]

Markaleikur á Höfn

Hamar gerði sér ferð til Hornarfjarðar s.l Laugardag og spiluðu leik við Mána. Um var að ræða síðasta leikinn í fyrri umferð íslandsmótsins. Fyrir leikinn höfðu Hamarsmenn unnið tvo leiki í röð. Á 2. mínútu leiksins fengu Hamarsmenn innkast sem Ölli tók, varnarmaður Mána skallaði boltann aftur útúr teignum til Ölla sem skaut boltanum snyrtilega […]

Stórsigur á ÍH

Hamarsmenn mættu toppliðinu ÍH á gervigrasinu í Úlfarársdal á fimmtudaginn. 5 fastamenn vantaði í lið Hamars og því var fyrirfram búist við erfiðu verkefni fyrir hið unga Hamars lið. Í fjarveru Ölla og Hlyns var Indriði fyrirliði. Hamars menn byrjuðu leikinn betur og var betra liðið í fyrri hálfleik. Varnarleikur liðsins var agaður og menn […]

Hamar sigraði Kóngana.

Hamarsmenn tóku á móti Kóngunum í A-riðli 4. deildar í prýðilegu veðri á fimmtudagskvöldið. Fyrirfram var búist við léttum leik og öruggum sigri Hamars og var byrjunarlið Hamars og hópurinn í heild skipaður heimamönnum að mestu leyti. Annað kom á daginn í fyrri hálfleik og voru okkar menn ekki í takti við leikinn og kannski […]

Tap gegn Létti

Hamar spilaði sinn annann leik á Íslandsmótinu gegn Létti s.l Fimmtudag á Hertz vellinum í Breiðholti. Hamar vann Stokkseyri 6 – 1 í fyrstu umferðinni en Léttir var að spila sinn fyrsta leik í mótinu. Léttir hafa unnið tvo leiki í bikarkeppninni og eru komnir í 32-liða úrslit þar sem þeir mæta ÍBV.  Hamar og […]

Stórsigur í fyrsta leik

Hamar spilaði sinn fyrsta leik á íslandsmótinu s.l föstudag. Hamar tók þá á móti Stokkseyri á Grýluvelli. Þetta var fyrsta viðureign liðana á íslandsmóti, liðin hafa einungis einu sinni mæst og var það í Lengjubikarnum fyrr á árinu. Hamar vann þann leik 2 – 0. Hamar byrjuðu leikinn af krafti og sóttu að marki Stokkseyrar […]

Sigur í æfingaleik

Hamar spilaði æfingaleik við Hvíta Riddarann s.l Laugardag á grasvelli í Þorlákshöfn. Um var að ræða síðasta æfingaleikinn fyrir íslandsmótið. Félagaskiptaglugginn lokaði 15. Maí og var smá fjör á Hamri á lokadeginum. Arnar Þór Hafsteinsson ákvað að ganga til liðs við Kára og óskum við honum góðs gengis þar. Hamar fékk í staðinn tvo öfluga […]

Hamar úr leik í bikarnum

Hamar mætti Kára í Borgunarbikarnum, bikarkeppni KSÍ s.l Laugardag. Kári er frá Akranesi og hafa þeir verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu, þeir enduðu sem sigurvegarar í Lengjubikarnum og hafa verið að styrkja sitt lið undanfarið. Kári spilar í 3. deild í sumar á meðan Hamar spilar í 4. deild. Hamarsmenn byrjuðu leikinn af […]