Entries by

Atli valinn í hæfileikamót KSÍ.

Atli Þór Jónasson hefur verið valinn til að spila á hæfileikamóti KSÍ sem fram fer um helgina. Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja fer fram í Kórnum í Kópavogi  dagana 23. – 25. september. Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar landsliðsþjálfara U-17. Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta […]

Ingþór kominn heim

Ingþór Björgvinsson hefur gengið til liðs við Hamar á lánssamningi frá Selfossi. Ingþór hefur spilað síðustu tvö tímabil með Selfossi í 1. deildinni. Ingþór er uppalinn í Hamar og hefur alla tíð spilað með liðinu að utanskildri dvöl hans á Selfossi. Hann hefur spilað 108 leiki og skorað 17 mörk fyrir Hamar. Ingþór var fyriliði […]

Hamar með góðan sigur á Kríunni

Hamar mætti Kríunni við frábærar aðstæður á Vívaldi vellinum í gærkveldi. Hamarsmenn vildu ólmir fylgja eftir flottum sigri á Álftanesi í síðustu umferð og byrjuðu leikinn í gær af krafti. Spilamennskan var flott en þeir létu boltann ganga vel sín á milli og sköpuðu sér mikið af færum sem þeir nýttu illa. Sigmar skoraði fyrsta […]

Góður sigur hjá Hamri

Hamar mætti liði Álftanes á Grýluvelli við toppaðstæður í gærkvöldi. Ljóst var að um hörkuleik yrði að ræða þar bæði lið eru í toppbaráttu í D – riðli. Hamars liðið byrjaði leikinn vel en liðið var þétt og baráttu glatt og skoraði Hassing tvö mörk í fyrri hálfleik en bæði komu eftir að Hamars liðið […]

Hamar byrjar mótið vel.

Hamar hefur spilað tvo leiki á íslandsmótinu auk þess að hafa spilað í Borgunarbikarnum. Hamar tók á móti 3. deildar liði Reynir Sandgerði í 2. umferð Borgunarbikarsins á dögunum og tapaðist sá leikur 4-1. Varnarmaðurinn Hákon Þór Harðason skoraði mark Hamars í þeim leik. Hamarsmenn spiluðu flottan leik en voru klaufar í varnarleiknum og reynsla […]

Hamar áfram í Borgunarbikarnum

Hamar mætti Vatnaliljunum í fyrstu umferð Borgunarbikarsins í gær. Leikurinn var spilaður í Fagralundi, heimavelli Vatnaliljana. Vatnaliljurnar eru með flott lið og komust þeir í undanúrslit Lengjubikarsins. Liðin eru í sama riðli í 4. deildinni í sumar og munu liðin mætast þrisvar í sumar. Leikurinn fór rólega af stað en Hamar var mun meira með […]

Hamar Lengjubikarsmeistarar

Hamar komst í úrslit Lengjubikarsins á dögunum þegar liðið lagði KH í undanúrslitaleik. Liðið mætti sterku liði KFG í úrslitaleik. KFG hafði líkt og Hamar unnið alla sína leiki í Lengjubikarnum og einungis fengið á sig eitt mark fyrir úrslitaleikinn. Leikurinn fór fram á Samsungvellinum í Garðabæ og var ótrúlega gaman að sjá hversu margir […]

Hamar í úrslitaleik

Hamar spilaði undanúrslitaleik Lengjubikarsins gegn KH á Vodafone vellinum í gær. Bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í riðlakeppninni og var því ljóst að Hamar var að mæta mjög sterku liði KH. Hamar byrjaði leikinn mjög vel og áttu mjög góð færi í byrjun leiks. Markvörður KH varði vel og marksúlurnar fengu aðeins að […]

Hamar í undanúrslit

Hamar spilaði sinn síðasta leik í riðlakeppni Lengjubikarsins um helgina þegar Hvíti Riddarinn kom í heimsókn á Selfossvöll. Um var að ræða úrslitaleik hvort liðið kæmst í undanúrslit Lengjubikarsins. Hamar dugði jafntefli í leiknum en Hvíti Riddarinn þurfti að vinna leikinn til að komast áfram. Leikurinn byrjaði fjörlega og var greinilegt að mikið var undir […]