Entries by

Hafþór Vilberg Björnsson er nýr framkvæmdastjóri Hamars

Íþróttafélagið Hamar í Hveragerði lauk nýverið við ráðningu á fyrsta framkvæmdastjóra félagsins. Eftir umsóknarferli var ákveðið að ráða Hafþór Vilberg Björnsson í starfið en Hafþór hefur um langt skeið verið virkur í flestum deildum Hamars og þekkir því starfsemi félagsins mjög vel. Hafþór er fæddur 1987 og er að ljúka B.Sc. námi í íþróttafræðum við […]

,

Íþróttamaður Hamars 2018: Helga Sóley Heiðarsdóttir

Helga Sóley Heiðarsdóttir er Íþróttamaður Hamars 2018. Þetta var tilkynnt í dag á aðalfundi Hamars sem haldinn var í Grunnskólanum í Hveragerði. Helga Sóley er ákaflega vel af þessum titli komin, hún hefur verið ein aðalmanneskja körfuknattleiksliðs Hamars í meistaraflokki og verið öflug í unglingalandsliðinu einnig. Tímabilið 2017-2018 var Helga Sóley að taka sín fyrstu […]

Aðalfundur Hamars 2019

Aðalfundur Íþróttafélagsins Hamars verður haldinn sunnudaginn 24. febrúar kl 14:00 í Grunnskólanum í Hveragerði FUNDARBOÐÍþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanumí Hveragerði sunnudaginn 24. febrúar 2019 kl. 14.00 Fundarefni: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar. Reikningsskil. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars. Kaffiveitingar í boði Hamars. Verið velkominStjórnin – – – Hér […]

Íþróttamaður Hamars 2017 valinn á aðalfundi

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars var tilkynnt hvaða iðkendur voru valdir sem íþróttamenn/konur deilda. Er það vaskur hópur hæfileikaríkra íþróttaiðkenda sem sjá má hér á þessari mynd: Íþróttamenn/konur hverrar deildar voru valdir (af deildum) sem hér segir: Badmintonmaður ársins: Margrét Guangbing Hu Blakmaður ársins: Ragnheiður Eiríksdóttir Fimleikamaður ársins: Birta Marín Davíðsdóttir Knattspyrnumaður ársins: Hafþór Vilberg Björnsson […]

,

Æfingabúðir körfunnar í Bretlandi

Kl 03:00, aðfaranótt sunnudagsins 6. ágúst lagði glæsilegur hópur efnilegra ungmenna úr körfuknattleiksdeild Íþróttafélagsins Hamars af stað í þjálfunarbúðir til Bretlands. Hópurinn samanstendur af unglingum af báðum kynjum, fjölmörkum foreldrum ásamt þjálfara sínum, Daða Steini Arnarssyni. Hópurinn flýgur til London þar sem rúta ekur hópnum alla leið til þorpsins Malvern sem er í Worcester-héraði (Worcestershire) […]

Ný stjórn hittist öll

Ný aðalstjórn Hamars sem kjörin var í febrúar 2017 hefur fundað nokkrum sinnum frá kjöri. Það hefur þó hist þannig að alltaf hefur einhver úr stjórn ekki geta mætt á fundina og því hittist stjórnin ekki öll fyrr en nú á nýliðnum stjórnarfundi sem haldinn var miðvikudaginn 24. maí s.l. Af því tilefni var þessi […]

Góðu vetrarstarfi að ljúka

Hefðbundnu íþróttastarfi er að ljúka um þessar mundir og er óhætt að segja að Íþróttafélagið Hamar hafi verið kraftmikið og sýnilegt í hinum ýmsu íþróttakeppnum nú í vetur. Í öllum deildum náðist góður árangur á íþróttamótum og voru áhorfendapallarnir oft þétt setnir í íþróttahúsinu og oft mannmargt í Hamarshöllinni. Myndin hér að ofan er frá […]