Entries by

Strákarnir fengu útileik en stelpurnar heimaleik

Í gær var dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade-bikarnum en drátturinn fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hamarsstrákarnir fengu útileik við ÍA sem spilar í 1. deild eins og við. Stelpurnar fengu svo heimaleik við Grindavík en bæði lið spila í Domino´s-deildinni. Leikið verður helgina 5 – 7. desember næstkomandi. Stelpurnar verða […]

Mótaplan hjá yngri flokkum í Nóvember.

Helgin 8.-9. Nóvember Minni bolti stúlkur (5-6 bekkur), spilar í Grindavík. Laugardag við Njarðvík kl 13.30 og við Grindavík kl 15.30 Sunnudag við KR kl 09.30 og Keflavík kl 12.30 7. Flokkur strákar (7. Bekkur), spilar í Ásgarði í Garðabæ, allir leikir á Laugardag Kl 11.00 við Grindavík, kl 12.00 við Fjölnir og kl 15.00 […]

Strákarnir áfram í bikarnum

32-liða úrslit í Poweradebikar karla fóru fram um helgina og komust okkar strákar áfram í 16-liða úrslitin eftir öruggan sigur á Álftanesi í gær en lokatölur voru 64-99. Álftanes, sem spilar í 2.deild, byrjuðu betur á heimavelli og leiddu 5-4 eftir þriggja mínútu leik en Hamarsmenn voru seinir í gang í leiknum og leiddu með […]

Bikarleikur hjá strákunum á laugardaginn

32-liða úrslit Poweradebikarsins hjá körlunum fara fram um helgina. Strákarnir okkar eiga útileik við Álftanes og fer leikurinn fram á laugardag kl: 16:30. Lið Álfanes spilar í 2.deild og  þeir hafa spilað þrjá leiki á tímabilinu og unnið einn. Mikilvægt er að strákarnir komi grimmir til leiks á laugardag því þó Hamarsliðið hafa unnið fyrstu […]

8. flokkar að keppa á Íslandsmóti

    Yngri flokkar Hamars 25.-26. okt. 2014 Krakkarnir í áttunda flokki karla og kvenna voru að keppa helgina 25.-26. Október á íslandsmótinu, stelpurnar spiluðu í Garðabæ og strákarnir í Hveragerði. Báðir þessir flokkar eru í samstarfi Hrunamanna og Hamars og báðum þessum flokkum gekk mjög vel á sínum mótum. Stelpurnar spiluð í B-riðli og […]

Yngri flokkar helgina 18.-19. Október

10. flokkur kvenna Helgin var viðburðarík hjá yngri flokkum Hamars og var farið um víða vegu í keppnisferðir Stelpurnar í 10. Flokki voru að spila á Hvammstanga þar sem þær öttu kappi við Snæfell og sameiginlegt lið Kormáks og Tindastóls. Það er óhætt að segja að stelpurnar hafi verið afskaplega heppnar með keppnishelgi þar sem […]

Hamarsmenn ennþá taplausir

Hamarsliðið heldur sigurgöngu sinni áfram í 1.deild karla og eru nú eina liðið sem ekki hefur tapað leik í deildinni. Fyrsti heimaleikurnn var í gær þegar nágrannar okkar frá Selfossi kíktu í frystikistuna. Fyrir leikinn höfðu strákarnir unnið Val og Breiðablik úti nokkið örugglega. FSu liðið mætti gríðarlega vel stemmt til leiks og virtist sem […]

Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Á morgun er fyrsti heimaleikurinn hjá Hamarsstrákunum í 1.deildinni þetta tímabilið og það er enginn smá leikur! Sannur suðurlandsslagur þegar FSu kemur í heimsókn í frystikisuna og hefst leikurinn kl: 19:15. Strákarnir hafa farið vel af stað í Íslandsmótinu og unnið báða útileikina gegn Val og Breiðabliki. FSu hefur unnið einn af sínum leikjum og […]

Góður sigur á Blikum

Síðasta föstudagskvöld sigruðu Hamarsmenn lið Blika í Kópavogi en lokatölur voru 70-85. Leikurinn byrjaði fjörlega og ekki mikið um varnir til að byrja með eins tölurnar gáfu til kynna en þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður var staðan 13-19 okkar drengjum í vil. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 21-28 Hamri í vil. Þorsteinn Gunnlaugsson fór […]

Yngri flokkar í körfuknattleik helgina 11.-12. okt

Helgina 11.-12. Október var nóg um að vera hjá yngri flokkum Hamars í körfuknattleik. Í vetur eru flestir yngri flokkar hjá kkd Hamars í samstarfi við Hrunamenn og er það samstarf að virka virkilega vel þar sem það virðist vera að flestir flokkar hjá okkur passa mjög vel saman þannig að allir eru að fá […]