Entries by Daði Steinn Arnarsson

Spænskur leikstjórnandi til Hamars

Hamar hefur gengið frá samningum við leikstjórnandann Jose Medina en leikmaðurinn kemur frá Spáni. Medina lék með liði Muenster í Pro B deildinni Þýskalandi á síðasta tímabili, en lengst af hefur hann spilað í Leb Silver deildinni heimafyrir á Spáni. Leikmaðurinn er 27 ára gamall og er væntanlegur til landsins í lok sumars.

Hallgrímur þjálfar mfl kvenna

Körfuknattleiksdeildir Hamars í Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn hafa ákveðið að ganga til samstarfs í meistaraflokki kvenna og vera með sameiginlegt lið í 1. deild kvenna á næsta leiktímabili.  Sameiginlegt lið býr að góðum grunni meistaraflokksliðs Hamars sem leikið hefur í 1. deildinni undanfarin ár og stefnt er á efla þann hóp og halda áfram […]

Körfuknattleiksnámskeið Hamars 2020

Körfuknattleiksdeild Hamars stendur fyrir sumarnámskeiði fyrir yngri iðkenndur. Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsinu við Skólamörk og skal senda skráningu á netfangið: dadist14@gmail.com Ath að mikilvægt er að skrá í tíma svo hægt sé að áætla þann fjölda að starfsfólki sem þarf við hvert námskeið. Daði Steinn Arnarsson gsm: 6901706

Anthony Lee til liðs við mfl karla

Gengið hefur verið frá samningum við bakvörðinn Anthony Lee fyrir komandi tímabil. Anthony kemur til liðsins eftir farsælan feril með Kutztown háskólanum í Ameríska háskólaboltanum. Anthony er mikill skorari og er næst stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi, en hann var með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik á lokaári sínu […]

,

Körfuknattleiksæfingar hefjast að nýju

Frá og með 4. Maí getum við aftur hafið æfingar hjá yngri flokkum kkd. Hamars. Þar sem langt hlé hefur verið á æfingum þá munu æfingar standa lengur en fyrri ár og munu allir yngri flokkar æfa út maí mánuð. Æfingatímar verða þeir sömu og voru í vetur en þá má sjá hér að neðan. […]

Hamar hafa samið við króatíska leikstjórnandann Toni Jelenkovic um að spila með liðinu í 1.deildinni á komandi leiktíð.

Ljóst varð í sumar að fyrirliði liðsins Oddur Ólafsson muni halda til Spánar í mastersnám og því ekki leika með liðinu í baráttunni í vetur. Við óskum Oddi góðs gengis og vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá hann í Hamarstreyjunni í framtíðinni! Toni sem er 22 ára að aldri er fenginn til þess að […]

Trent Steen til Hamars

Hamar hafa samið við Bandaríkjamanninn Trent Steen um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Trent er 203 cm miðherji sem er á sínu öðru ári sem atvinnumaður. Í vetur lék hann með liði Depiro í Maltnensku deildinnii og var þar stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26.7 stig og tók þar að auki 10.2 fráköst. Steen […]