Entries by

5. flokkur Hamars/Ægis unnu N1 mótið.

5. flokkur Hamars/Ægis sigurvegarar á N1 móti KA   Sameiginlegt lið Hamars/Ægis í 5. flokki karla sendi tvö lið á stærsta knattspyrnumót landsins, N1 mót KA. Um fimmtán hundruð leikmenn tóku þátt í mótinu sem fram fór á Akureyri dagana 2. -5. júlí.    Mótið var mjög vel heppnað þrátt fyrir töluverða vætu. Bæði náðu […]

6. flokkur Hamars unnu Smábæjarleika Arion Banka

Smábæjarleikarnir á Blönduósi Helgina 21-22 júní fóru fram Smábæjarleikar Arion banka á Blönduósi. Það er knattspyrnumót fyrir yngri flokka frá minni bæjarfélögum og dreifðari byggðum. Mótið fór fram í ágætisveðri þetta árið og eins og í fyrra sendi Hamar fjögur lið til keppni, tvö lið í 6. Flokki og tvo lið í 7. Flokki. Heilt […]

Hamar komnir í 32 liða úrslit Borgunarbikarsins.

Hamar sló KFR út í Borgunarbikarnum í kvöld. Hamarsmenn byrjuðu leikinn mun betur og á 22 mínútu skoraði Samúel Arnar Kjartansson fyrir Hamarsmenn flott mark. Skömmu áður hafið Samúel reyndar misnotað sannkallað dauðafæri.  Þetta var hans fjórða mark fyrir Hamar í tveimur leikjum. Samúel Arnar Kjartansson. Það var mun meira jafnræði með liðunum í seinni […]

Mark Lavery genginn til liðs við Hamar.

Í dag fékk Mark Lavery leikheimild með Hamri og kemur hann til með að vera klár í leikinn gegn KH á laugardaginn. Mark er 23 ára miðvörður sem kemur frá Bandaríkjunum og mun hann styrkja lið Hamars mikið. Við bjóðum Mark Lavery því velkominn í frábæran hóp leikmanna. Mark Lavery

Hamar komst áfram í Borgunarbikarnum

Hamarsmenn komust áfram eftir 6-1 sigur á Snæfelli.  Sigurinn hefði getað verið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir frábærar markvörslur frá markmanni Snæfells. Á 30 mínútu skoraði Samúel Arnar Kjartansson fyrsta markið og staðan orðin 1-0. Í uppbótartíma í fyrrihálfleik bætti svo Tómas Ingvi Hassing við öðru marki  og staðan því 2-0 þegar flautað […]

Múrþjónusta Helga Þ. hf. skrifar undir samstarfssamning við Knattspyrnudeild Hamars

Múrþjónusta Helga Þ. hf. skrifaði undir samstarfssamning við meistaraflokk Hamars í knattspyrnu. Samningurinn er mikil lyftistöng fyrir félagið en Múrþjónusta Helga Þ. hf hefur verið dyggur stuðningsaðili við Knattspyrnudeildina sem og aðrar deildir innan Hamars í gengum tíðina. Á meðfylgjandi myndum má sjá Davíð Helgason, einn af eigendum Múrþjónustunnar, og Ævar Sigurðsson formann Knattspyrnudeildar Hamars […]

Njarðvík 3 Hamar 2 í Lengjubikarnum.

Hamar mætti Njarðvík í Reykjaneshöllini í gær.  Leikurinn byrjaði frekar rólega en Njarðvíkingar voru þó meira með boltann.  Á 15 mínútu urðu Hamarsmenn fyrir áfalli þegar Markús Andri Sigurðsson þurfti að fara meiddur af velli.  Inná kom fyrir hann Hafþór Vilberg Björnsson.   Á 31 mínútu komust Njarðvíkingar í 1-0 með marki frá Patrik Snæ Atlasyni.   Á 40 […]

Hópa og firmakeppni Hamars.

Laugardaginn 22. mars hélt meistaraflokkur Hamars hópa og firmakeppni.  Það er hægt að segja að keppnin heppnaðist mjög vel og tóku tíu lið þátt eða allt að níutíu þáttakendur.  Þarna sáust mörg frábær tilþrif og margar gamlar kempur tóku þátt.  Það sem stóð uppúr er að allir skemmtu sér vel og eingin meiddist.  Einnig eru […]

Hamar skrifar undir samstarfssamning við VÍS.

Nú á dögunum skrifuðu meistaraflokkur Hamars undir samstarfssamning við VÍS.    Þetta er eitt af mörgum atriðum sem Hamar er að vinna að til þess að knattspyrnudeild gangi sem best.   Á meðfylgjandi mynd eru til vinstri Guðmundur Þór Guðjónsson fyrir hönd Hamars og Smári Kristjánsson umdæmisstjóri VÍS á suðurlandi.