Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Út að hlaupa fimmtudagsmorgna

Nú er aðeins að bætast við æfingarnar hjá okkur í hlaupurum og næstu 4 fimmtudaga eru æfingar frá Laugaskarði kl. 6.30 að morgni!  Fyrsta æfingin á morgun !

Hvað er betra en að vakna snemma og taka léttan hring í hlaupagallanum eða bara bingógallanum og tilbúinn í vinnu eða garðverkin sprækari en aldrei fyrr.  Þessi nýbreyttni verður prófuð í júní en aðrar æfingar halda sér.  Rétt að geta þess að laugin er lokuð vegna viðhaldsvinnu en heitu pottarnir verða komnir í gagnið nk. mánudag.