Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Úrslit í Hengill-Ultra 2014

Úrlsit í Hengill-Ultra 2014 liggja fyrir og eru byrt á síðu hlaupsins.

Myndir úr hlaupinu eru komnar inn á fésbókarsíðu Skokkhóps Hamars

Sigurvegari í 83 km vegalend var Daníel Reynisson sem hljóp vegalengdina á nýju brautarmeti eða 10:51:53   Alls lögðu 13 hlauparar af stað í ár en 12 náðu að klára.

Í 50 km vegalendinni var Guðmundur S. Ólafsson fyrstur í mark á flottum tíma,   6:21:03     Í 50 km hlaupinu fóru 10 af stað og allir komu í mark í þeirri vegalend.

Jafnframt fór fram Hamars-hlaupið sem haldið hefur verið undangengin ár (17.júní) en ákveðið að halda þessi hlaup saman í ár. Þar skokkuðu 28 frískir hlaupar yfir Hamarinn og inn Reyjadal, Öldkeldu og aftur heim, alls 24 km leið. Úrslit eru komin hér á síðuna og byrtast einnig á úrslitasíðu www.hlaup.is

Skokkhópur Hamars vill þakka þeim sem tóku þátt og þeim sem að hlaupadeginum komu á einn eða annan hátt.