Hamarsmenn spiluðu æfingaleik við Skallagrím s.l fimmtudag. Um var að ræða síðasta æfingaleik liðsins fyrir Lengjubikarinn. Leikurinn var spilaður í Úlfarsárdal í Grafarholti. Skallagrímur spilar í 4.deild líkit og Hamar. Hamarsmenn voru fyrir þennann leik búnir að vinna 3 leiki í röð.

Skallagrímur byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu mark eftir 8 mínútur. Þorlákur Máni jafnaði svo leikinn 10 mín síðar og var staðan 1-1 eftir 20 mín. Hamarsmenn áttu í erfileikum með að halda boltanum innann liðisins í fyrri hálfleik og rötuðu sendingar of oft á andstæðingana. Áður en flautað var til leikhlés fengu Skallagrímur vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Staðan var 1-2 fyrir Skallagrím í hálfleik. Í seinni hálfleik var leikur Hamarsmanna mun betri, leikmenn héldur boltanum betur innann liðsins og áttu þeir nokkur góð færi en náðu ekki að nýta þau. Skallagrímur bættu við þriðja markinu um miðjan hálfleikinn. Undir lok leiksins fékk Hamar vítaspyrnu sem Friðrik Örn Emilsson skoraði örruglega úr. Lokatölur voru 2-3 tap.

Nú er undirbúningi fyrir Lengjubikarinn lokið og alvaran tekur við þegar Hamar mætir KH í fyrsta leik Lengjubikarsins n.k Laugardag á gervigrasvellinum á Hlíðarenda. Gaman verður að fylgjast með strákunum í því móti. Leikmannahópur Hamars er stór og hefur á að skipa marga unga og efnilega leikmenn í bland við reynslubolta úr Hveragerði.