Hamar spilaði sinn annann leik á Íslandsmótinu gegn Létti s.l Fimmtudag á Hertz vellinum í Breiðholti. Hamar vann Stokkseyri 6 – 1 í fyrstu umferðinni en Léttir var að spila sinn fyrsta leik í mótinu. Léttir hafa unnið tvo leiki í bikarkeppninni og eru komnir í 32-liða úrslit þar sem þeir mæta ÍBV.  Hamar og Léttir mættust í æfingaleik í vetur sem Hamar vann 4 – 2.

Hamarsliðið var nokkuð breytt frá síðasta leik þar sem meiðsli og veikindi voru að hrjá leikmenn Hamars. Hamar byrjuðu leikinn ágætlega og voru mikið með boltann í byrjun liðs. Léttir láu til baka og voru þéttir fyrir. Hamarsmönnum gékk erfilega að komast í opin marktækifæri í fyrri hálfleik en fengu fullt af hornspynum og aukaspyrnum sem þeir náðu ekki að nýta fyrren á 35. mínútu. Þá tók Jorge aukaspyrnu frá hægri og skrúfaði hann að marki Léttis, boltinn hrökk af varnarmanni Léttis og inn í markið. Eftir þetta komust Léttir meira inn í leikinn en staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Léttir. Í seinni hálfleik voru Léttir betri aðilinn, þeir komu með liðið sitt ofar á völlinn og höfðu stjórn á leiknum. Á 63. mínútu fengu svo Léttir vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Staðan var jöfn og var hart barist um allann völl. Hamarsmenn voru komnir meira inn í leikinn og áttu að fá vítaspyrnu þar sem Ómar var tæklaður niður af markmanni Léttis en ágætur dómari leiksins dæmdi ekki neitt. Á 87.mínútu skoruðu svo Léttir mark eftir misskilning í vörn Hamars. Eftir þetta reyndu Hamarsmenn eins og þeir gátu að jafna leikinn en það gekk ekki og lokatölur voru 2 – 1 fyrir Léttir. Grátlegt tap á síðustu mínútum leiksins. Hamarsmenn áttu ekki sinn besta dag en þeir eru staðráðnir í því að bæta sinn leik fyrir næsta leik sem er gegn Árborg á heimavelli.

24 - Jorge

Jorge skoraði mark Hamars í leiknum.

Byrjunarlið Hamars

Markvörður: Hlynur Kára

Varnarmenn: Helgi – Hákon – Fannar – Tómas.

Miðjumenn: Ölli – Jorge – Hans Sævarsson

Kantmenn: Frissi – Logi

Framherji: Hermann:

Skiptingar:

46. mín: Hermann (ÚT) – Stefán (INN)

58. mín: Hans (ÚT) – Ómar (INN)

62. mín: Hákon (ÚT) – Indriði (INN)

82. mín: Jorge (ÚT) – Hafsteinn (INN)

89. mín: Fannar (ÚT) – Diddi (INN)

Ónotaðir varamenn:

Jói Snorra og Ásgeir.

Næsti leikur Hamars er gegn 10. Júní gegn Árborg á Grýluvelli. Vonandi munum við sjá jafnmarga á vellinum líkt og á siðasta heimaleik okkar.

ÁFRAM HAMAR!