Grindavík í heimsókn í Hveragerði á laugadaginn og allir kátir. Lárus Ingi formaður Hamars meira að segja með nammipoka í hálfleik enda nammidagur.
Stelpurnar frá Grindavík voru ekki í neinni skemmtiferð, heldur komnar til að vinna og náðu strax að setja Hamar út af laginu með góðri pressu. Þetta skilaði nokkrum töpuðum boltum að hálfu heimakvenna sem sáu 33 stig gestanna í 1.leikhluta gegn 18. Aðeins þéttist varnarleikur hjá Hamri í 2. leikhluta meðan Grindavík gat leyft sér að rúlla vel á sínum mannskap. Hamar vann leikhlutann 21-18 og 39-51 í hálfleik. Fremstar í stigaskori fóru Sydnei Moss hjá Hamri með 14 stig en hjá Grindavík, Rachel með 17.
Hér var komið nóg að hálfu Sverris, þjálfari Grindavíkur sem var grimmur út í allt í kringum sig og smitaði það í Grindavíkurliðið sem náðu með áræðni þægilegri forystu aftur sem hélst þetta 9-18 stig það sem eftir lifði leiks. Hamar hélt sig að mestu í 3-2 svæðisvörn sem var ekki að virka nógu vel. Þriðja leikhluti vann Grindavík 19-25.
Þegar um 3 mínútur lifðu leiks var staðan 71-82 og Hamar var aðeins að ná að þétta vörnina en í tvígang geigaði 3ja stiga skot heimakvenna á næstu mínútunni og úr varð að gestirnir silgdu þessu nokkuð öruggt heim 74-88. Öflug byrjun Grindavíkurkvenna dróg bitið úr heimsatúlkum sem misstu aðeins trúna á verkefninu á tímabili. Hamar vann þó 2 leikhluta í dag og þurfa að hafa aðeins meiri trúa á sér því batamerki eru klárlega á liðinu.
Gestunum er óskað gleðilegrar bikarkeppni áfram og þeirra bestu konur í dag voru Rachel Tecca með 27 stig/11 fráköst og María Ben með 14 stig. Í Hamri bar mest á Sydnei Moss með 30 stig og Salbjörg með 11 stig/13 fráköst.
Næsti leikur hjá Hamars stúlkum er við KR í Vesturbænum á miðvikudaginn 10.desember kl. 19:15 og hvetjum fólk að kíkja við í DHL höllinni þá og hvetja okkar stelpur.
Tölfræði úr leiknum á laugardaginn.