Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Reykjafjalls-ganga.

Nú á laugardaginn 22.mars ætlum við í Skokkhópnum að fara í fjallgöngu undir leiðsögn Sverris Geirs Ingibjartssonar. Mæting við sundlaugina kl 9:30 og gengið þaðan óhefðbundna leið á Reykjafjall. Gangan er um 4 km að lengd og ætti taka um 90 mínútur. Svolítill snjór er á leiðinni sem gerir gönguna enn skemtilegri og ætti að henta flestum.