Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Ragnar Nathanaelsson íþróttamaður Hamars 2013

IMG_7567Ragnar Ágúst Nathanaelsson er íþróttamaður Hamars 2013 en kjörið var kunngjört á aðalfundi félagsins sem haldinn var sunnudaginn 23. febrúar.  Á aðalfundinum voru einnig heiðráðir þeir íþróttamenn deilda sem þóttu skara fram úr á árinu 2013.

Þeir sem voru heiðraðir sem íþróttamenn sinnar deildar eru.

  • Badminton            Hrefna Ósk Jónsdóttir
  • Blak                          Ásdís Linda Sverrisdóttir
  • Fimleikar                 Kolbrún Marín Wolfram
  • Knattspyrna            Björn Metúsalem Aðalsteinsson
  • Körfubolti                Ragnar Ágúst Nathanaelsson
  • Sund                         Dagbjartur Kristjánsson
  • Skokkhópur             Jón Gísli Guðlaugsson

IMG_7574Aðalfundarstörf gengu vel fyrir sig og reikningar félagsins samþykktir samhljóða. Í stjórn voru kjörin Hjalti Helgason, Valdimar Hafsteinsson, Erla Pálmadóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Álfhildur Þorsteinsdóttir sem kom ný inn í stað Halls Hróarsonar. Hallur gaf ekki kost á sér áfram en er þakkað góð störf fyrir félagið.

Óskar stjórnin Ragnari og þeim íþróttamönnum sem heiðraðir voru til hamingju með viðurkenninguna og hvetur alla íþróttamenn félagsins til góðra afreka á íþróttaárinu 2014.