Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Powerade hlaup og fjallganga.

Skokkhópurinn er með fjallgöngu og hlaupaæfingu á laugardaginn 14.desember. Gengið verður á Miðfell við Þingvallavatn en sameinast í bíla við sundlaugina Laugarskarði kl.12.00  Ætlunin er að ganga á Miðfellið og hlaupa þeir sem það vilja en eftir æfingu (sem tekur um 2 tíma) er keyrt eða hlaupið að Úlfljótsskála og tekið hús á Pétri og Lísu sem eru með einhverjar veitingar eftir útiveruna. Sverrir Geir Ingibjartsson verður leisögumaður fjallgöngunnar.

Æfingin núna á fimmtudag er hefðbundin „Svindlara“ æfing og foringinn mætir ekki. Hann treystir hinsvegar hverjum og einum til að svindla lítið.  Þeir sem treysta sér með Oddi og Pétri í Powered-hlaupið (10 km) frá Árbæjarsundlaug kl. 20.00 á fimmtudagskvöldið endilega að láta sjá sig við Árbæjarlaug tímanlega og skrá sig. Gott að láta Pétur vita. /PIF