Ný aðalstjórn Hamars sem kjörin var í febrúar 2017 hefur fundað nokkrum sinnum frá kjöri. Það hefur þó hist þannig að alltaf hefur einhver úr stjórn ekki geta mætt á fundina og því hittist stjórnin ekki öll fyrr en nú á nýliðnum stjórnarfundi sem haldinn var miðvikudaginn 24. maí s.l. Af því tilefni var þessi mynd ― af allri stjórninni ― tekin.

Aðalstjórn Hamars er um þessar mundir að vinna að ýmsum málum og má sem dæmi nefna þessi:

  • Auka gagnsæi og yfirsýn varðandi rekstur einstakra deilda
  • Endurbæta ásýnd félagsins, bæði á vefnum og á stöðum sem tengjast félaginu t.d. í Íþróttahúsinu og í Hamarshöllinni.
  • Styrkja samskiptamál.
  • Skoða nýja möguleika á fjáröflun fyrir félagið í heild.
  • Samskipti við aðildarfélög UMFÍ, mest við HSK og taka þar þátt í sameiginlegum verkefnum.
  • Fjalla um umsóknir deilda og félagsmanna um hin ýmsu erindi, m.a. styrki (afreksstyrki, styrki úr meistaraflokkssjóði o.fl.).
  • Fylgjast með þáttöku barna og unglinga í íþróttastarfi í bænum og ræða leiðir til að fjölga iðkendum, bæði þeim sem eru áhugasamir og hafa stundað íþróttir en einnig skoða leiðir til að fá krakka af stað í íþróttir sem hafa lítið eða ekkert stundað þær áður. 
  • Vera í nánu sambandi við Hveragerðisbæ varðandi öll mál sem tengjast félaginu og bænum, vítt og breitt, enda er Hveragerðisbær helsti bakjarl félagsins.
  • O.fl.

Um þessar mundir (vor 2017) er stærsta málið að vinna að Landsmóti 50+ sem haldið verður í Hveragerði síðustu helgina í júní.