Hamar sendi í vetur lið til keppni í minni bolta, 5.- 6. bekkur, karla og kvenna. Nú hafa þessir flokkar lokið keppni og stóðu sig með prýði í vetur, eitt lið var í kvennaflokki og tvö lið í karlaflokki. Þjálfari liðana í vetur var Þórarinn Friðriksson og hefur hann staðið sig afskaplega vel þar sem lögð var áhersla á grunnatrið körfuknattleiks en einnig að krakkarnir lærðu gildi þess að  tilheyra liði og hefðu skildur gagnvart sínum liðsfélögum sem og félagi sínu. Vetrinum var svo slúttað með pylsupartí og extra langri æfingu, nú tekur við sumarfrí en að sjálfsögðu verður boðið upp á körfuknattleiks námskeið í sumar og verður það auglýst síðar.