Laugardaginn 21. mars 2015 fór fram fyrsta HSK mót vetrarins í Míkróbolta. Þetta er fyrir þá sem ekki vita, körfuknattleiksmót fyrir krakka í 1.-4. bekk og eru ekki talin stig heldur er megin keppikeflið að allir hafi gaman að því að spila. Mótið var vel sótt og komu rétt um hundrað keppendur frá fjórum félögum, Hrunamönnum, Þór, Fsu og Hamri. Körfuknattleiksdeild Hamars hafði nýlega fjárfest í tveimur auka körfum þannig að hægt var að spila á þremur völlum í einu og tók því mótið ekki lengri tíma en fjórar klukkustundir og náðu flestir keppendurnir að klára sitt mót á þremum klukkustundum sem er fínn tími fyrir þennan aldurshóp. Líkt og áður sagði eru ekki talin stig og fá allir keppendur verðlaunapening í lok móts þannig að allir fóru sáttir heim og sannfærðir um eigin sigur og ágæti eða alveg eins og það á að vera J