Það er körfuknattleiksdeild Hamars mikil ánægja að segja frá því að nú í vetur verður aftur starfræktur meistaraflokkur kvenna. Fyrsti leikur hjá Hamarsstelpum verður sunnudaginn 8. Október gegn KR í vesturbæjnum og hvetjum við sem flesta til að gera sér ferð til Reykjavíkur og styðja stelpurnar. Liðið hefur verið að æfa síðan um miðjan júlí og samanstendur æfingahópurinn af um 20 stúlkum á mismunandi aldri, allt frá því að vera enþá á grunnskólaaldri og alvega að nálgast fjórða tugin. Þetta teljum við mikið styrkleikamerki fyrir kvennakörfuna því þótt eldri leikmenn hafi allajafna ekki jafn mikin tíma aflögu til að sinna íþróttinni hafa þær þó svo ótrúlega mikla reynslu sem þær geta deild með yngri stúlkunum. Einnig sýnir þetta að körfubolti er fyrir alla og gamla mítan um að stelpur hætti þegar búið er að stofna fjölskyldu þarf ekki að vera eitthvað lögmál.