Hamar mun mæta liði Stokkseyrar í sannkölluðum suðurlandsslag í fyrsta leik í Lengjubikarnum á JÁVERK vellinum á morgun kl 16:00.

Lið Hamars eru hafa undirbúið sig vel í vetur. Liðið er mjög breytt frá tímabilinu í fyrra. Í ár munu Hvergerðingar fá stór hlutverk í liðinu og verður gaman að sjá þá blómstra í komandi leikjum. Einnig hefur Hamar fengið til sín tvo unga stráka úr Breiðablik sem munu aðstoða Hvergerðingana við að spila skemmtilegan fótbolta.  Gaman er að geta þess að Jói Snorra mun leika sinn fyrsta mótsleik í tæp tuttugu ár fyrir Hamar! Ásgeir Björgvins er í sínu besta formi í langan tíma, Diddi hefur verið sjóðheitur í vetur og er klár í slaginn. Svo munu menn eins og Þorlákur Máni, Brynjar Elí, Indriði Blöndal, Bjarnþór Breki og fleiri að þreyta sína fyrstu frumraun með meistaraflokki Hamars. Mikil stemmning er innann hópsins og eru menn spenntir að hefja leik í Lengjubikarnum.

Við hvetjum alla til að kíkja á strákana okkar á JÁVERK vellinum á morgun!!
Auglýsing - Stokkseyri - Hamar - Mynd