Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Lalla fór 1/2 haustþon

Aðalheiður Ásgeirs eða Lalla fór sem eini fulltúi Hamars í Haust-maraþoni FM þar sem hún hljóp hálft maraþon og á góðum spretti. Lalla var í tuttugasta og öðru  sæti yfir kvennfólkið á tímanum 1:56:21 og með þeim öflugustu í sínum aldurflokki þó svo að ekki væri veitt viðurkenningar eftir aldurflokkum. Glæsilegt og til hamingju.

Lísa og Pétur voru að sjálfsögðu mætt að styðja okkar hlaupara og meðfylgjandi mynd er af þeim stöllum Löllu og Lísu eftir hlaup (mynd; Kristín Munda)