Það er alveg öruggt í hópíþróttum að ef lið nær upp samheldni og baráttu í sínum hóp þá er alltaf meiri líkur en minni á jákvæðum úrslitum (speki dagsins).  Fyrir tæpum tveimur mánuðum spilaði Hamar við KR í vesturbæ Reykjavíkur og tapaði með rétt tæplega fimmtíu stiga mun, úrslit sem enginn vildi muna eftir og því spurning af hverju greinahöfundur er að rifja þau upp. Jú í gær mættu stelpurnar í Hamri aftur í vesturbæinn með allt annað hugarfar og sóttu stigin tvö sem í boði voru, það var áberandi í þessum leik að liðsheildinn var fyrir öllu burðarliðar í stigaskorun undanfarinna leikja voru ekki alveg að setja stig á töfluna en í staðin steig allt liðið upp og spilaði flottan varnarleik þar sem allar voru á sömu blaðsíðu og lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Það er jú gömul saga og ný að til að vinna í boltaleik þá þarftu að skora meira en hitt liðið og ef sóknin er eitthvað að hiksta þá er það varnarleikurinn sem gildir til að vinna og það sýndu stelpurnar okkar sannarlega á móti KR. Frábær sigur og nú eru komnir þrír sigurleikir í röð og nánast hægt að segja að Hamarsstúlkur séu lausar við falldrauginn og geti einbeitt sér að því að hafa gaman af því að spila og halda áfram að styrkja þá liðsheild sem virðist vera að myndast hjá kvennaliði okkar Hvergerðinga, áfram Hamar J

Tölfræði einstakra leikmanna

Kristrún Rut Antonsdóttir            2 stig / 1 frákast

Þórunn Bjarnadóttir                      3 stig / 3 fráköst / 3 stoðsendingar

Salbjörg (Dalla) R Sævarsd          12 stig / 8 fráköst / 1 stoðsendingar

Sóley Guðgeirsdóttir                     5 stig / 7 fráköst / 4 varinn skot

Heiða B. Valdimarsdóttir              4 stig / 6 fráköst

Sydnei Moss                                     24 stig / 5 fráköst / 2 varinn skot

Hafdís Ellertsdóttir                         8 stig / 6 fráköst