Körfuknattleiksdeild veturinn 2018-2019

Nú er hafið starf hjá öllu flokkum á vegum kkd Hamars fyrir veturinn 2018-2019. Starfræktir verða flokkar fyrir öll börn á grunnskólaaldri auk þess sem Hamar verður með lið í mfl kvenna og karla. Einnig munu félöginn af suðurlandi, Hamar-Þór-Hrunamenn-Fsu, senda sameiginleg lið til keppni í drengjaflokki og stúlknaflokki. Samhliða því að Hamar byrji sitt starf er um leið mikilvægt að foreldrar skrá sín börn inn í viðkomandi flokka og er það gert á heimsíðu Hamars ( hamarsport.is ). Sú nýbreytni verður höfð á hjá kkd í vetur að nú er í boði að skrá barn fyrir allan veturinn eða bara fyrir hvora önn fyrir sig. Um leið verður sú breyting að þeir sem skrá/greiða fyrir allan veturinn fyrir 15.okt 2018 fá hettupeysu sem nafni félags, barni og logo Hamars um miðjan Nóvember. Ekki er verðmunur á þvi hvort skráð er fyrir eina önn eða allan veturinn en ekki fylgir þessi gjöf nema til þeirra sem skrá allan veturinn.  Inná heimasíðu hamarsport.is eru síðan upplýsingar um æfingagjöld og æfingatíma í einstökum flokkum.

Kv Daði Steinn   gsm: 6901706