Körfuknattleiksdeild Hamars hefur staðið fyrir tveimur körfuknattleiksnámskeiðum nú í sumar. Eldri hópurinn sem voru krakkar á aldursbilinu 7-10 bekkur grunnskóla voru á námskeiði frá 17. ,maí til og með 13. júní. Í lok námskeiðsins komu síðan tveir gestir í heimsókn sem bæði eru frábærar fyrirmyndir og skemmtilegir þjálfarar, þetta voru þeir Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson sem báðir spila með íslenska landsliðinu og hafa líka báðir lagt stund á háskólanám með körfuboltanum. Þeir lögðu einmitt áherslu á það við krakkana að það skifti miklu máli að lifa heilbrigðu líferni, æfa vel en líka að það skifti miklu máli að leggja sig fram í námi. Flottir gestir og flottur endir á góðu námskeiði.