Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Körfuknattleiksfólk heiðrað

Hveragerðisbær heiðraði íþróttafólk bæjarins milli hátíða og er KKd. Hamars stolt af þvíað Dagný Lísa Davíðsdóttir og Ragnar Nathanaelsson fengu viðurkenningar fyrir sýna íþrótt. 

Ragnar hefur brotið sér leið í A-landslið karla eftir gott uppeldi hér í Hveragerði og spilar í vetur með nágrannaliði okkar Þór í efstu deild.  Dagný Lísa lék með U-16 ára landsliði Íslands á síðasta ári og hefur verið valin í æfingarhóp U-18 ára en verkefni þessa landsliðs verður væntanlega Norðurlandamót og Evrópukeppni þetta sumarið. Auk þessa er Dagný á fullu með úrvalsdeildarliði okkar Hamars í körfunni og hefur staðið sig með miklum sóma þar.   Flottir fulltrúar körfuknattleiksins þarna á ferð og óskum þeim til hamingju með viðurkenninguna.

Dagný og Ragnar