Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Jón Gísli íþróttamaður Skokkhóps 2013

Aðalfundur Skokkhóps Hamars er afstaðinn og á honum var að venju útnefndur Íþróttamaður Skokkhóps Hamars fyrir síðast ár auk hefðbundinna aðalfundarstarfa. Jón Gísli Guðlaugsson (Jónsi) var valinn að þessu sinni sem Hlaupari ársins en hann er vel að nafnbótinni kominn, léttur á fæti og hljóp ma. sitt fyrsta maraþon á síðsta ári auk þess að fara Laugarvegshlaupið á rétt um 6 tímum og 22 mínútum (55 km). Þess utan hljóp hann fjölda styttri hlaupa sem hann kláraði með sóma og oftar en ekki meðal fremtu manna.

Önnur aðalfundarstörf gengu vel á fundinum og er Skokkhópur Hamars í óða önn að undirbúa sumarið með þjálfari sínum Pétri Frantzssyni og markt á döfinni að venju.  Vert að nefna strax að næsta FJALLGANGA er fyrirhuguð 22. febrúar næstkomandi og verður hún nánar auglýst síðar, endilega taka daginn frá.  Einnig er nýliða-æfingar framundan og fyrsta æfing strax á mánudaginn kemur kl. 17.30 frá Laugaskarði og endilega láta sjá þig 🙂   Nánar auglýst á fébókarsíðu okkar og upplýsingar hjá þjálfara Pétri í síma 844-6617.