Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sunnudaginn 3. mars 2012 var Marín Laufey Davíðsdóttir, körfuknattleikskona Hamars, krýnd íþróttamaður Hamars ársins 2012. Marín hefur leikið fyrir meistaraflokk Hamars í þrjú tímbil, þrátt fyrir ungan aldur, og hefur staðið með mikilli prýði. Hún leikur sem bakvörður og er einn af máttarstólpum liðsins.  Auk Marínar voru útnefnd íþróttamenn hverrar deildar.

Sú nýbreytni var tekin upp á aðalfundinum að útnefna sjálfboðaliða ársins. Sá sem varð fyrir valinu að þessu sinni var Arnar Geir Helgason. En hann hefur í fjölda ára starfað sem ritari á körfuknattleiksleikjum Hamars og ávallt verið boðinn og búinn til starfa fyrir Hamar.

Á aðalfundinum var einnig undirritaður nýr samstarfssamningur Hamars og Hveragerðisbæjar, þar sem kveðið er á um samskipti milli aðila næstu þrjú ár. Samningurinn kveður einnig á um fjárframlög til Hamars næstu þrjú ár sem er samtals að upphæð kr. 20 milljónir. Stjórn Hamars var einróma endurkjörin og formaður er Hjalti Helgason.

Eftirtaldir fengu viðurkenningar:

Badmintonmaður Hamars Guðjón Helgi Auðunsson
Fimleikamaður Hamars Erla Lind Guðmundsdóttir
Blakmaður Hamars Haraldur Örn Björnsson
Hlaupari Hamars Líney Pálsdóttir
Knattspyrnumaður Hamars Ingþór Björgvinsson
Körfuknattleiksmaður Hamars Marín Laufey Davíðsdóttir
Sundmaður Hamars

Elva Björg Elvarsdóttirr

Framkvæmdarstjórn Hamars óskar íþróttamönnunum til hamingju með titilana.