Nú er vetrarstarf allra deilda hjá íþróttafélaginu Hamri að komast á fullt skrið, deildirnar eru að byrja keppni á íslandsmótum og vonandi að sem flestir geri sér ferð í íþróttahúsin í Hveragerði til að fylgjast með starfi deilda Hamars. Nú í kvöld er tvíhöfði hjá blakdeild þar sem konurnar ríða á vaðið með leik við Aftureldinu b í 1. deild kvenna. Strax þar á eftir eru karlarnir að spila við Fylkir, endilega að drífa sig í íþróttahúsið við Skólamörk og hvetja okkar fólk áfram. Þriðjudaginn 3. október er síðan drengjaflokkur í körfuknattleik að spila við KR b og Laugardaginn 7. okt spila stúlkurnar í mfl kvenna í körfuknattleik sinn fyrsta leik á vetrinum við KR í vesturbæjnum. Vikuni líkur síðan á því að karlalið Hamars í körfuknattleik spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu við ÍA á Akranesi, verum duglega að styðja við íþróttafólkið okkar í Hveragerði sama í hvaða íþróttagrein það er og mætum á áhorfendabekkina í vetur, áfram Hamar alltaf allstaðar.