Það er óhætt að segja að strákarnir í 8. og 9. flokki karla hafi verið í smá basli í vetur, eftir að hafa spilað virkilega vel á síðasta tímabili er eins og liðið hafi engan vegin fundið taktin. Það er að segja þar til í febrúarmánuði, þvi í febrúarmánuði hafa þessir strákar spilað eina umferði í áttunda flokki og eina umferð í níunda flokki. Til að gera langa sögu stutta þá hafa strákarnir unnið alla sína leiki í febrúar og fóru því bæði áttundi og níundi flokkur upp um riðil. Sannarlega flottur árangur og loks eins og þeir séu farnir að spila af sömu getu og þeir voru að gera eftir áramót á síðasta tímabili. Vonandi er þetta bara byrjunin á góðum kafla hjá strákunum því þeir hafa svo sannarlega getu og hæfileika til að spila á meðal bestu liða landsins.

  1. flokkur

Hamar – Stjarnan  35:29

Hamar – Fsu  70:28

Hamar – KR  48:34

Hamar – ÍR  59:48

  1. flokkur

Hamar – Breiðablik  38:30

Hamar – Njarðvík  38:26

Hamar – Snæfell  44:42

Hamar – Þór Ak  35:24