Innanfélagsmót Hamars fer fram sunnudaginn 22. apríl 2012 í íþróttahúsinu í Hveragerði. Keppt verður í hópfimleikum þar sem allir hópar taka þátt. Ekki verða veitt sérstök verðlaun á mótinu heldur fá allir iðkendur viðurkenningu að móti loknu.

Skipulag móts:

10.15 Almenn upphitun + áhaldaupphitun (eldri hópar fá 3 umferðir á áhaldi)

11.00 Innmars – mót hefst

12.30 Móti lýkur – veittar viðurkenningar

  • · T1, T2, T4, T5 og T6 keppa á þremur áhöldum (dans, fibergólf og trampolín).
  • · T3 keppir á kistutrampolíni
  • · T4 keppir 2 umferðir á dýnu og 3 á trampolín/“hest“
  • · T5 keppir 1 umferð á dýnu og 1 umferð á trampolíni
  • · T6 keppir 1 umferð á dýnu og 1 umferð á bretti
  • · T7 og TS (strákar) gera eina umferð á fibergólfi og eina umferð á bretti