Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Hróðmundartindur

ATH Á MORGUN, LAUGARDAG VERÐUR FARIÐ Í FJALLGÖNGU.

Mæting eins og venjulega við sundlaugina kl 9:30. Þar verður sameinast í bíla og ekið upp á Ölkelduháls. Vegurinn er varla fær fólksbílum en er vel fær fyrir jeppa/jepplinga. Við leggjum farartækjunum við rætur Tjarnarhnjúks og hefjum gönguna á að ganga upp á Tjarnarhnjúk og þaðan áfram upp á Hrómundartind. Þar fæst geysigott útsýni í allar áttir. Veðrið verður gott (allt veður er gott, bara mismunandi gott) og félagskapurinn frábær. Allir velkomnir.

Hæð Hrómundartinds er 540m en hækkun á okkar göngu er varla meiri en 200m (Byrjum í rúmlega 300m). Vegalengd gæti verið um 6-7km. Áætlað að vera komin í Hveragerði aftur um 12:30.

Göngustjóri er Sverrir Geir Ingibjartsson

ALLIR VELKOMNIR.