Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Hengill-Ultra undirbúningur.

Skokkhópur Hamars er í fullum undirbúning með Hengill-Ultra 2014 sem fram fer þann 26.júlí nk.   Við auglýsum hinsvegar eftir fersku starfsfólki þennan dag þar sem gott skipulag og verkaskiptingu þarf til að svona hlaup gangi upp.

Nokkrir hafa þegar skáð sig í lengsta hlaupið sem er 81 km en jafnframt er hlaupið 50 og 24 km leiðir þennan sama dag þannig að um sannkallaðan fjalla-hlaupadag er að ræða. Leiðarlýsing og frekari upplýsingar eru inn á síðu hlaupsins www.hengill-ultra.is en skráning fer fram gegnum skráningarkerfi www.hlaup.is

Ef þú ert áhugasöm/samur um að vinna við hlaupið þá endilega hafa samband við Pétur í síma 844-6617 en ef þú ert hinsvegar áhugasöm/samur um að hlaupa þennan dag þá er bara að skrá sig í 24, 50 eða 81 km hlaupið þennan dag og vera dugleg/ur að æfa.