Toppslagur var í frystikistunni í Hveragerði, þegar Höttur frá Egilsstöðum kom í heimsókn. Liðin í fyrsta og þriðja sæti að mætast og mikið undir.

Heimamenn í Hamri byrjuðu mun betur og leiddu 15-5 eftir 3 mínútur, og síðan 21-14, þá skelltu Hattarmenn í svæðisvörn sem Hamri gekk illa að leysa. Austann menn fóru að setja skotinn og komust fljótt inní leikinn staðan 30-29. Í öðrum leikhluta voru liðin afar jöfn þar til á síðustu mínútunum að gestirnir náðu sér í smá forskot, 47-54 í hálfleik. Hamar skartaði nýju þjálfara teymi í leiknum en Hallgrímur Brynjólfsson tók við liðinu um áramót með Odd Benediktsson sér til aðstoðar, þeir félagar áttu erfiðan síðari hálfleik fyrir höndum. Gestirnir náðu fljótt tíu stiga forskoti 50-60 og reyndu Hamarsmenn allt hvað þeir gátu til að brúa bilið. Oftar en ekki náðu þeir að minnka muninn svo sem eins og 59-62 og 63-66, en alltaf svöruðu gestirnir og leiddu þeir fyrir lokafjórðunginn 74-80, mikið skorað í toppslagnum, og bæði lið enn inní leikinum. Vel þjálfað Hattar lið lét þó ekki deigan síga, og náðu þeir 12 stiga forskoti strax í upphafi 4 leikhluta 76-88. Hamarsmenn reyndu mikið að koma sér inní leikinn og í stöðunni 85-91 var vonar glæta fyrir Hamar. Á þeim tímapunkti fóru þó margar sóknir forgörðum á báðum endum vallarins, en Ragnar setti þá þrjú víti ásamt því að Carberry setti sniðskot, og leiknum svo gott sem lokið 85-96 með 1:30 eftir, Þó kom lítið áhlaup frá heimamönnum, sem var þó of seint, og enduðu Hattarmenn ofan á í þetta skiptið 95-102 lokatölur. Julian Nelson var stigahæstur hjá okkar mönnum með 24 stig, Þorsteinn skilaði tvennu sem fyrr 18 stig og 13 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson kom með fínan leik, en hann hefur lítið sést á vellinum það sem af er vetri og skoraði hann 14 stig, Örn Sigurðarson 13, Snorri Þorvaldsson 10, Halldór Gunnar Jónsson 8, Bjartmar Halldórsson 6 og Kristinn Ólafsson 2.

Það er klárt mál að strákarnir þurfa að spila betur, ætli þeir sér í deild þeirra bestu