Á morgun föstudag kl:19:15 munu okkar drengir etja kappi við lið Breiðabliks og fer leikurinn fram í Smáranum í Kópavogi. Blikar unnu góðan sigur á Skagamönnum í fyrstu umferð. Okkar piltar sigruðu Val 83-71. Hamar og Breiðablik hafa í gegnum tíðina spilað marga spennandi leiki og það verður örugglega svoleiðis á morgun.

Þegar úrslit síðustu ára eru skoðuð eru Blikar með vinninginn á heimavelli. Úrslit leika í síðustu þremur heimsóknum okkar í Smárann, tímabilið 2012/2013 Blikar sigra 102-92. 2013/2014 78-81 sigur Hamars og á síðasta tímabili sigur Blika 80-65 en þetta er bara til gamans gert og nú ætla strákarnir sér ekkert annað en sigur.

Í okkar liði eru tveir fyrrum Blikar Stálhamarinn Þorsteinn Gunnlaugsson kom til okkar frá Breiðabliki í sumar og var mikill fengur fyrir Hamar að fá þennan mikla baráttuhund. Fyrirliðinn okkar Halldór Gunnar spilaði upp alla yngri flokkana hjá Breiðabliki en er mikill Hamarsmaður í dag enda að spila sitt fjórða tímabil í frystikistunni.

Fjölmennum í Smárann á morgun kl: 19:15 og styðjum strákana í baráttunni.

Mynd: Stálhamarinn og Formaðurinn verða mættir í Smárann á morgun 🙂

Áfram Hamar!